Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2013 · 1 mildi bjargað um borð í franskt herskip. Gunnar Guðmundsson sýnir fram á að ekkert af þessu gerðist í raun og veru. Jón Sveinsson er hér að leggja drög að helgisögu um líf sitt ef svo mætti segja: treystum guði og allt mun vel fara. Það kemur fram, að Jón Sveinsson gerir sér vel grein fyrir því að hann hafi tilhneigingu til að ýkja. Og í upphafi rit- ferils síns segir hann í bréfi til móður sinnar að sögur sínar séu „að nokkru leiti skáldskaparrit því alt hefur ekki hændt mig selv“ (285). Samt lagði hann út á við ávallt sterka áherslu á að allt sem í bókunum stæði hefði sannarlega „komið fyrir hann sjálfan“. Í formála annarar þýskrar útgáfu „Nonna“ segir hann: „Því miður hafa nokkrir litið svo á að „Nonni“ sé skáldsaga sem segi aðeins frá uppdiktuðum atburðum. Nonni er nafn sem ég bar í raun og veru í barn- æsku, og í bókinni greini ég frá raun- verulegum, sönnum – ekki skálduðum – atburðum úr æsku minni. Einmitt það gefur bókinni eiginlegt gildi að hún segir ekkert nema sannleikann“ (328). Og Gunnar bætir því við að Jón Sveinsson hafi ítrekað það oft síðar að allt væri satt og rétt sem í Nonnabókum stæði. Hann útskýrir þetta misræmi á þann velviljaða hátt, að Jón Sveinsson hafi í senn viljað ná sem best til lesanda sinna – m.a. með æsilegri atvikum en lífsreynslan þekkti – og um leið segja uppbyggilegar dæmisögur úr sínum heimi sem flyttu þann boðskap að því bæri að treysta „að handan við hverja raun væri gleði og hamingju að finna“ (328). Og hann teldi sig ná bestum árangri við þennan erindrekstur með því að hamra á því, að sögur hans væru sannar „því að fyrir honum var sannleik- urinn ekki fólginn í nákvæmri endurgerð raunverulegra atburða heldur í boðskap og inntaki frásagnarinnar“ (423). Þetta er allt vel sennilegt – en tekur ekki frá lesandanum þá freistingu að sjá hér stefnt í nokkra siðferðilega tvísýnu: eru hæpnar og þó afdráttarlausar stað- hæfingar um „raunverulega atburði“ leyfilegar sé tilgangurinn góður og þar með „sannur“? Hafa menn ekki lengi og mikið hamast einmitt á jesúítum fyrir að þeir telji að tilgangurinn helgi meðal- ið? Þessu mætti svara með því til að mynda, að ekki bregði Nonni á frjálsan leik með ímyndunaraflið til þess að hefna sín eða ná sér niðri á nokkrum manni – en samt, samt stendur eftir ein- hver gáta sem kallar á betri lausn. Alltaf barn í hugsun Það er um margt gott að höfundur ævi- sögunnar Gunnar Guðmundsson er sjálfur maður kaþólskur – hann ratar þá betur en utanaðkomandi um hugar- heima Nonna og höfundar hans. Hann er mildur og kurteis í dómum eins og vænta má, en þó ekki svo að rödd gagn- rýni þagni með öllu. Gunnar gerir sér t.d. grein fyrir því að þeir sigrar sem rit- höfundurinn Jón Sveinsson vinnur með vinsælum Nonnabókum eru tvíbentir. Hann verður eftirlæti þúsunda barna „á öllum aldri, ekki sem hinn fullþroska maður Jón Sveinsson heldur sem dreng- urinn Nonni frá sögueynni Íslandi. Við það hlaut hann þá ást og umhyggju sem hann hafði alla tíð þráð en var um leið hnepptur í fjötra á þroskaferli sínum sem listamaður. Hann komst aldrei út úr sagnaheimi Nonnabókanna“ (320). Það er víst og satt. Og Jón Sveinsson trúði því sjálfur, að þegar hann barn- ungur yfirgaf land sitt og móður hefðu umskiptin verið svo róttæk að „sálarlíf mitt staðnaði“ og þótt hann „mótaðist að nýju“ hafi hann jafnframt „varðveitt sálarlíf 12 til 13 ára unglings“ (8). Og það er þetta sálarlíf sem ræður mestu um viðbrögð einnig gamals manns og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.