Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 70
M i l a n K u n d e r a 70 TMM 2013 · 1 hann fékk í arfleifð frá Haydn og Mozart: fjórir þættir; fyrsti: allegro saminn í sónötuformi; annar: adagio saminn í formi Lied; sá þriðji: meðalhraður menuet eða scherzo; sá fjórði: hratt rondo. Ókosturinn við slíka byggingu er augljós: mikilvægasti, dramatískasti og lengsti þátturinn er sá fyrsti; þróunin á röð þáttanna er því niður á við: frá þeim alvarlegasta í áttina til þess léttasta; auk þess var sónatan fyrir tíma Beethovens enn einhvers staðar á milli safns hluta (á þessum tíma léku menn oft einstaka hluta sónata á tónleikum) og verks sem ekki var hægt að skipta upp og var ein órofa heild. Eftir því sem þessar þrjátíu og tvær sónötur þróast notar Beethoven smátt og smátt samþjappaðra form (oft dregið saman í þrjá, jafnvel tvo þætti), dramatískara (alvaran færist yfir á síðasta þáttinn) og sam- felldara (einkum með sömu tilfinningunni) í staðinn fyrir gamla formið. En hin eiginlega merking þessarar þróunar (sem verður þar með sannkölluð bylting) var ekki að leysa ófullnægjandi uppbyggingu af hólmi með annarri, betri, heldur að brjóta sjálfa meginregluna um fyrirframgefna uppbyggingu verksins. Og tilfellið er að það er eitthvað fáránlegt við þessa allsherjarhlýðni við fyrirframgefna uppbyggingu sónötu eða sinfóníu. Ímyndum okkur að allir hinir miklu höfundar sinfóníanna, þar á meðal Haydn og Mozart, Schu- mann og Brahms, byrji á því að gráta í adagio, en dulbúa sig þegar kemur að síðasta þættinum sem litla skólastráka og flýta sér út á skólalóðina til að dansa, hoppa og öskra af öllu afli að allt sé gott sem endar vel. Þetta er nokkuð sem mætti kalla „heimsku tónlistarinnar“. Beethoven áttaði sig á því að eina leiðin til að yfirvinna hana væri að gera bygginguna róttækt ein- staklingsbundna. Þarna er komin fyrsta klásúlan í hinni listrænu erfðaskrá hans sem ætluð er öllum listgreinum, öllum listamönnum, og ég myndi orða á eftirfarandi hátt: það á ekki að líta svo á að byggingin (skipuleg uppbygging heildarinnar) sé fyrirfram ákveðið mót sem höfundurinn fær lánað til að fylla með upp- finningu sinni; sjálf byggingin á að vera uppfinning, uppfinning þar sem höfundurinn á að vera eins frumlegur og hann mögulegast getur. Ég veit ekki að hvaða marki hlustað hefur verið á þessi skilaboð og hvort þau hafa skilist. En sjálfur dró Beethoven miklar og snilldarlega ályktanir af þeim í síðustu sónötunum sínum enda er hver einasta þeirra samin á ein- stakan, áður óþekktan hátt. 14 Sónatan ópus 111; hún er aðeins tveir þættir: sá fyrri er dramatískur og unn- inn áfram í nokkuð hefðbundnu sónötuformi; sá seinni einkennist af hug- leiðingu og er skrifaður í formi tilbrigða (formi sem var fremur óvenjulegt í sónötu fyrir tíma Beethovens): þar eru engar andstæður milli hinna mismunandi tilbrigða heldur aðeins stigmögnun sem bætir sífellt nýjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.