Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 1 137 Guðný Böðvarsdóttir, en Snorri Sturlu- son sem kenndi honum að verða skáld“ (36). Hér efnir Einar Kárason í kunnug- lega goðsögn um hina sögufróðu ömmu sem er nauðsyn hverju íslensku skáldi að hafa átt og var „náma af sögum af forfeðrum þeirra og fleirum sem uppi voru forðum daga, og af henni lærði strákurinn að það er mikilvægt að muna eftirminnilega menn og meitluð tilsvör“ (40). Það er með Guðnýju ömmu sem Sturla kemur í Reykholt til frænda síns Snorra og þar sækist barnið eftir því að fá að vera í „ritstofunni“ þar sem menn iðja við að setja saman bækur: „[…] börnum var auðvitað ekki ætlað að vera að snuddast þar og ef hann hefði farið að ærslast eða vera með gassagang hefði honum verið ýtt út fyrir dyrnar, svo drengurinn lét fara lítið fyrir sér, fylgd- ist stóreygur og fullur undrunar með samtölum hinna fullorðnu og braut heil- ann um undarleg orð og merkilega menn sem urðu í þeirra tali (40). Það er athyglisvert að sjá að slík goðsagnasmíð í kringum tilurð skálds virðist tímalaus og má í því sambandi minna bæði á Halldór Laxness (í eigin túlkun og ann- arra) og Hallgrím Pétursson (í túlkun Steinunnar Jóhannesdóttur í skáldsög- unni Heimanfylgja (2010). Á eftir kaflanum um æskuár Sturlu kemur einn lengsti kafli bókarinnar sem ber yfirskriftina „Reykholt á æskudög- um skáldsins“ (39–49) og honum fylgir kaflinn „Ritstörf“ (50–52) þar sem lýst er ritsmiðjunni þar sem Sturla lærir af meistaranum. Hæfileikar drengsins koma fljótt í ljós, eins og faðir hans orðar það: „Drengurinn hann Sturla, hann ekki bara man allt. Heldur kann hann líka að segja frá því; hann er eins og Snorri bróðir með það!“ (40). Síðar fær Sturla sinn eigin lærling og aðstoð- armann sér við hlið og það er einna helst af sjónarhóli hans, Þórðar Narfa- sonar, sem aðdáun og upphafningu á skáldinu er komið til skila. Þórður þráir að verða skáld og „hélt að þetta væri hin einfalda leið til að verða stórskáld og snillingur eins og frændurnir Snorri og Sturla; að vera í meistaralæri – það gæti ekki brugðist, og ef hann sýndi nógu mikið úthald og vinnusemi gæti ekkert afstýrt því að senn yrði hann sjálfur dáður fyrir list sína og orðkynngi eins og þeir frændur“ (50). En Þórður Narfa- son hefur ekki til að bera snilligáfu þeirra frænda: „[…] sama hvað [hann] átti eftir að reyna og hversu margt og mikið hann átti eftir að bauka við að skrifa um ævina, þá varð fæst frá hans hendi þannig að hann sæi ekki sjálfur að það stóðst engan samanburð við jafn- vel hin smæstu og hversdagslegustu til- skrif meistaranna Sturlu og Snorra …“ (51). Hér hnykkir Einar Kárason á þeirri skoðun sinni að það þurfi snilligáfu til að skrifa snilldarverk á borð við Njálu. Sums staðar þykir lesanda þó nóg um upphafninguna á skáldinu, eins og til að mynda þegar Ingilborg Eiríksdóttir Noregsdrottning dáist að talanda og frá- sagnarleikni skáldsins: „Það er hreinn ólíkindamaður íslenska skáldið Sturla og ég vona að hann verði hér sem lengst. Hann talar allt öðruvísi en annað fólk, hann talar eins og þar sé leikið á gígjur, það er eins og fegursti söngur; hann hefur allt aðra aðferð en aðrir menn“ (213). Grímur konungsbóndi í Kirkjubæ líkir Sturlu við Frelsarann þegar hann hefur ritað Færeyinga sögu á heimili hans: „[Honum] þótti mikil tíðindi hafa gerst í sínum híbýlum; að hann hefði notið náðar næstum á borð við það ef Frelsarinn hefði verið endurborinn í hans eigin fjárhúsum“ (128). Og lærling- urinn, Þórður Narfason, líkir ritsmiðju Sturlu við himnaríki: „Ég var af og til úti í eyju hjá meistaranum næstu sex árin, það var mikill skóli og sumpart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.