Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 121
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ TMM 2013 · 1 121 En svo undarlega bregður við, að ég hef ekki minnstu nennu til að gánga frá handriti, þótt ég raunar láti mig eftir rellinu í þeim. Þótt ég eigi ekki eftir að setja nema síðasta púnktinn í þessa sögu þá velgir mig svo við því, að hann verður aldrei nema fúsk. Nú er um sögu að ræða sem er með nokkuð trúar- legum þræði, og ég veit svei mér ekki nema ég hafi orðið fyrir hvað sterkustum áhrifum frá þér, eða frá þeim grun sem ég fékk um sjúkdóm þinn í kringum ’74 eða ’5, en ég var þá að halda að þú værir herjaður af krabbameini. Nema ég fór eitthvað að hugsa um dauðann, og einhvern veginn fór það nú svo að ég skrifaði þessa sögu að mestu í Flatey sumarið ’75. Ég geng inn á gafl hjá ykkur einhvern dag, en ekki til að slá penínga (ég er búinn að fá nóg af því) heldur til að jafna skakka á nokkrum skruddum, og ég vona að ég verði ekki skrítinn og stamandi, ans jafnan áður, því ég kem ekki framar þjakaður af þeirri tilfinníngu að ég sé þurfandi eins né neins. Ég gleymdi hvaða götu þið nefnduð um daginn, en ég stílaði bréfið á gamla staðinn. Gángi þér og ykkur allt í hag, (sign.) Eins og sérþarfabörn fyrr og síðar átti Steinar helst athvarf hjá móður sinni í bernsku, en faðir hans, sem lengst af starfsævinni stjórnaði fiskibát með fámennri áhöfn gaf sig lítið að syninum, enda verkefni fyrir sérfræðinga á seinni árum að sinna sérþarfakrökkum eins og ætla má að gilt hafi um Steinar á fyrstu æviárum. Og ekki batnaði samkomulagið þegar djassleikarinn Steinar Sigurjónsson fór að stunda ritstörf upp úr tvítugu og hafði þá skilið við eiginkonu og lokið námi í prent- iðn. Hann var orðinn vistmaður á drykkjumannaheimilinu Víðinesi, í nágrenni borgarinnar, tveimur árum eftir að hann skrifaði síðasta bréf. Bjó meðan hann var á hælinu í fyrrverandi kartöflugeymslu í útihúsi steinsnar frá aðalbyggingunni, uns þar kom að breyttir þjóðlífshættir urðu til þess að honum var meinuð frekari dvöl í geymslunni og fór á vergang. Var á flækingi innanlands um tíma en var svo veittur ríflegur fjárstyrkur, þá kominn á sjötugs aldur og átti við alvarlegan heilsubrest að stríða. Hann notaði styrkinn til utanlandsferðar og lést á hótelherbergi í Belgíu 1992, ári eða tveimur eftir að hann lauk vistinni í Víðinesi. – Steinar hefur sent Helgafelli skáldsöguna Sáðmenn. Í bréfi af því tilefni kemur fram að eiginkona Ragnars, Björg Ellingsen, hefur verið virkari í útgáfumálunum en fram hefur komið fyrr, svo að ég viti, alltént sem ráðgjafi. Steinar skrifar: Víðinesi 14./3. 83. Góðan daginn bæði tvö. Já, það má vera að einhverjum þyki seigt að lesa þennan texta, ég gerði mér þess ljósa grein frá byrjun, en þó aðallega í byrjun. En hver er annars ekki orðinn þreyttur á þeim hefðbundnu textum sem skýra allar hreyfíngar og lengja allan texta með: hann sagði, hún sagði og svo framvegis. Í textanum læt ég ekki skipta svo miklu máli hver hinna þriggja ferðalánga er að tala, og það skiptir einatt litlu máli hver þeirra aukapersóna talar, Creely eða Fergus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.