Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 97
TMM 2013 · 1 97 Steinunn Helgadóttir Samastaður Það eru sexhundruð fjörutíu og tvö skref að heilsugæslustöðinni en sex- hundruð og fjörutíu heim og það er alltaf myrkur á leiðinni. Í dag eru sex- hundruð þrjátíu og níu skref heim því það er föstudagur og ég er búin með stofuna þó vaktin vofi enn yfir. Þunn hvít snjóhimna þekur gömlu gulu skaflana og ljósin í húsunum í þorpinu hinumegin við veginn blika heimilislega. Í dagsbirtu eru þessi hús kuldalegri. Gráir steinkassarnir eru eins og systkini sem öll fæddust sama áratuginn og stara nú ringluð fram fyrir sig, að bíða eftir einhverju sem átti að gerast fyrir löngu síðan. En í kvöld eru allir eru komnir heim og ég líka. Ég sé Lúkas og Teresu, barnapíuna, bera við ljósið í eldhúsglugganum. Hann er í svörtu skikkjunni og otar gamla trésverðinu ótt og títt að ímynd- uðum óvini. Um leið og ég kem inn stekkur hann á mig með opinn faðminn og nuddar hori í rúskinnsjakkann. Húsið er svolítið framandi þegar ég hef verið að heiman. Það hefur haldið áfram að lifa sínu lífi eftir að ég fór í morgunmyrkrinu og það hafa bæst nokkrir óhreinir diskar í eldhúsvaskinn frá því ég fór í morgun, lint smjörið hefur gleymst á borðinu og nýir blettir blasa við á slitna græna gólfdúknum við ísskápinn. Teresa er ekki húsleg en hún er góð við Lúkas. Ég vona að ég haldi henni þar til afleysingin er búin í mars. Um leið og ég vaska upp og steiki fisk úr frystinum hlusta ég á útvarps- fréttirnar. Ómur af tilgerðarlegum röddum barnatímans í stofunni berst inn í eldhúsið til mín og fléttast inn í frásagnir af börnum með sprengjur innanklæða. Ég ákveð að baka pönnukökur á morgun. Við tölum alltaf mikið saman yfir kvöldmatnum og Lúkas er sérlega málglaður í kvöld. Hann bregður upp litríkum myndum frá degi sem hvergi snertir mína tímalínu og sem snöggvast verð ég afbrýðisöm út í barnfóstruna mína þó ég haldi áfram að brosa. Eftir matinn baða ég Lúkas á meðan Teresa horfir á sjónvarpið. Varlega losa ég rembihnútinn aftan á hálsmálinu á trosnaðri skikkjunni og legg hana hjá trésverðinu en sonur minn tekur varla eftir því. Hann er horfinn langt inn í aðra sögu. Ég nýt þess að horfa á hann leika sér í vatninu. Þvottapokinn er hákarl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.