Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 94
S i g u r ð u r A . M a g n ú s s o n
94 TMM 2013 · 1
Það var ekki fyrren eftir tveggja og hálfs tíma
róður að þau fundu tilvalinn matstað í skugg-
anum af stórum heystakki.
– Segðu okkur ævintýri, rellaði Edith litla
einsog vanalega.
– En ég sagði ykkur mörg í gær, svaraði Dodg-
son.
– Já, en nú er kominn annar dagur, sagði Alice.
Ekki var neinum vandkvæðum bundið að telja
honum hughvarf. Í dag reyndist ævintýrið jafn-
vel fjalla um Alice: Einusinni var nákvæmlega
jafnheitur dagur og núna. Alice sat með systur
sinni á ströndinni og var í þann veginn að sofna.
Skyndilega fór Hvítur kanínukarl framhjá.
– Ansans ósköp, sagði Hvíti kanínukarlinn og
dró vasaúr uppúr vestisvasanum, ég kem of seint!
Það var merkilegt að þráttfyrir syfjuna fylgdi
Alice honum niðrí kanínu holuna. Æi, þetta er svo bratt. Alice heldur áfram
að hrapa. Þannig hafnaði hún í Undralandi, þarsem ekkert er einsog maður
heldur og nálega allt getur gerst.
Alice drekkur safa og minnkar niðrí tvo og hálfan desímetra á lengdina.
Hún etur köku og vex strax uppí þrjá metra. Hún grætur og skreppur aftur
saman, en neyðist þá til að synda yfir pollinn sem tár hennar hafa myndað.
– Þetta var allt og sumt, sagði Dodgson. Framhald næsta sinni.
– Já, og nú er næsta sinn runnið upp, sagði Alice.
Ævintýrið hélt áfram, og Alice var látin leika krokket með illvígri
hjartadrottningunni, sem var langtífrá auðvelt með lifandi flæmingja fyrir
kylfur og lifandi broddgelti fyrir krokketkúlur …
Dodgson hallaði sér uppað heystakknum og lést sofna. En telpurnar gáfu
honum engin grið og linntu ekki látum fyrren sögunni var haldið áfram.
Duckworth, sem seinna rifjaði upp að ævintýrið hefði hafist strax í
bátnum, greindi frá því, að sagan hefði verið sögð yfir öxlina á honum. Hann
hafði spurt hvort Dodgson hefði verið búinn að semja hana fyrirfram.
– Nei, ég bý allt til um leið og ég segi frá, svaraði Dodgson.
Um kvöldið, þegar Dodgson skilaði telpunum aftur heim í rektorsbú-
staðinn, sagði Alice:
– Kæri herra Dodgson, skrifaðu niður ævintýrið handa mér.
– Æi, ég segi nýja sögu næst, svaraði Dodgson.
– En þessa skal ég muna, sagði Alice. Því hún er einstök.
Sjálfur var Dodgson sæmilega ánægður með ævintýrið. Og þegar Alice
hafði hvað eftir annað áminnt hann, hóf hann loks að skrifa niður textann.
Hann ýkti enn frekar, þegar honum þótti ástæða til, og teiknaði myndir við
frásögnina. Þegar handritið var loks fullbúið, límdi hann á lokasíðuna ljós-
„Og vafalaust leyndist
með honum ófullburða
ósk um að verða aldrei
fullorðinn …“