Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 94
S i g u r ð u r A . M a g n ú s s o n 94 TMM 2013 · 1 Það var ekki fyrren eftir tveggja og hálfs tíma róður að þau fundu tilvalinn matstað í skugg- anum af stórum heystakki. – Segðu okkur ævintýri, rellaði Edith litla einsog vanalega. – En ég sagði ykkur mörg í gær, svaraði Dodg- son. – Já, en nú er kominn annar dagur, sagði Alice. Ekki var neinum vandkvæðum bundið að telja honum hughvarf. Í dag reyndist ævintýrið jafn- vel fjalla um Alice: Einusinni var nákvæmlega jafnheitur dagur og núna. Alice sat með systur sinni á ströndinni og var í þann veginn að sofna. Skyndilega fór Hvítur kanínukarl framhjá. – Ansans ósköp, sagði Hvíti kanínukarlinn og dró vasaúr uppúr vestisvasanum, ég kem of seint! Það var merkilegt að þráttfyrir syfjuna fylgdi Alice honum niðrí kanínu holuna. Æi, þetta er svo bratt. Alice heldur áfram að hrapa. Þannig hafnaði hún í Undralandi, þarsem ekkert er einsog maður heldur og nálega allt getur gerst. Alice drekkur safa og minnkar niðrí tvo og hálfan desímetra á lengdina. Hún etur köku og vex strax uppí þrjá metra. Hún grætur og skreppur aftur saman, en neyðist þá til að synda yfir pollinn sem tár hennar hafa myndað. – Þetta var allt og sumt, sagði Dodgson. Framhald næsta sinni. – Já, og nú er næsta sinn runnið upp, sagði Alice. Ævintýrið hélt áfram, og Alice var látin leika krokket með illvígri hjartadrottningunni, sem var langtífrá auðvelt með lifandi flæmingja fyrir kylfur og lifandi broddgelti fyrir krokketkúlur … Dodgson hallaði sér uppað heystakknum og lést sofna. En telpurnar gáfu honum engin grið og linntu ekki látum fyrren sögunni var haldið áfram. Duckworth, sem seinna rifjaði upp að ævintýrið hefði hafist strax í bátnum, greindi frá því, að sagan hefði verið sögð yfir öxlina á honum. Hann hafði spurt hvort Dodgson hefði verið búinn að semja hana fyrirfram. – Nei, ég bý allt til um leið og ég segi frá, svaraði Dodgson. Um kvöldið, þegar Dodgson skilaði telpunum aftur heim í rektorsbú- staðinn, sagði Alice: – Kæri herra Dodgson, skrifaðu niður ævintýrið handa mér. – Æi, ég segi nýja sögu næst, svaraði Dodgson. – En þessa skal ég muna, sagði Alice. Því hún er einstök. Sjálfur var Dodgson sæmilega ánægður með ævintýrið. Og þegar Alice hafði hvað eftir annað áminnt hann, hóf hann loks að skrifa niður textann. Hann ýkti enn frekar, þegar honum þótti ástæða til, og teiknaði myndir við frásögnina. Þegar handritið var loks fullbúið, límdi hann á lokasíðuna ljós- „Og vafalaust leyndist með honum ófullburða ósk um að verða aldrei fullorðinn …“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.