Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 63
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 63 miklum vonbrigðum. En þau skiptu einungis því meira máli fyrir mig. Það skýrir ef til vill hvers vegna ég var með sérstakt ofnæmi fyrir þeim leiðindum sem helltust yfir Debussy þegar hann hlustaði á sinfóníur eftir Brahms eða Tsjækovskís; með ofnæmi fyrir skrjáfinu í sístarfandi köngulónum. Það skýrir ef til vill hvers vegna ég var svo lengi ónæmur fyrir list Balzacs og hvers vegna ég hafði alveg sérstakt dálæti á Rabelais. 8 Rabelais vissi ekki hvað tvískipting í stef og brýr, forgrunn og bakgrunn var. Hann snarar sér léttilega frá alvarlegu viðfangsefni yfir í upptalningu á þeim aðferðum sem hinn ungi Gargantúa fann upp til að skeina sig, en engu að síður skipta allir þessir kaflar, hvort sem þeir eru léttvægir eða alvarlegir, fagurfræðilega jafn miklu máli fyrir hann, og ég hef jafn gaman af þeim öllum. Þess vegna var ég svo hrifinn af verkunum hans og annarra gamalla skáldsagnahöfunda: þeir fjalla um það sem heillar þá og hætta þegar þeir eru ekki heillaðir lengur. Þeir sömdu svo frjálslega að ég varð alveg stórhrifinn: að skrifa án þess að búa til spennu, án þess að setja saman sögu og reyna að gera hana trúverðuga, skrifa án þess að lýsa tímabili, þjóðfélagshópi, borg; láta allt þetta lönd og leið og halda sig aðeins við aðalatriðin; sem þýðir: að semja verk þar sem engin þörf er fyrir brýr og uppfyllingarefni og þar sem skáldsagnahöfundurinn þyrfti ekki, til að virða formið og kröfur þess, að fjarlægja eina einustu línu um það sem honum liggur á hjarta, það sem heillar hann. 9 Nútímalist: uppreisn gegn því að herma eftir raunveruleikanum í nafni sjálf- stæðra lögmála listarinnar. Ein aðalkrafan í framkvæmd þessa sjálfstæðis: að allar stundir, allir hlutar verks hafi jafn mikið fagurfræðilegt vægi. Impressjónismi: landslag hugsað sem rétt og slétt sjónrænt fyrirbæri, þannig að manneskja þar skipti ekki meira máli en runni. Kúbistamálararnir og abstraktmálararnir gengu enn lengra með því að taka út þriðju víddina sem, óhjákvæmilega, skipti málverkinu upp í misjafnlega mikilvæga hluta. Í tónlist kemur fram sama tilhneiging til að jafna út fagurfræðilega allar stundirnar í tónverki: Satie, þar sem allt er svo einfalt að það er ögrandi höfnun á stílbrögðum þeirrar tónlistarhefðar sem hann fékk í arf. Debussy, galdramaðurinn, sem ofsótti fræðilegu köngulærnar. Janacek sem tók út alla tóna sem ekki voru bráðnauðsynlegir. Stravinski sem snýr baki við arfleifð rómantíkurinnar og klassíkurinnar og leitar að forverum sínum meðal meistara fyrri hluta tónlistarsögunnar. Webern sem snýr aftur til einstefj- unar sui generis (það er að segja tólftóna tónlist) og nær meiri hnitmiðun en nokkur maður hafði gert sér í hugarlund á undan honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.