Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 88
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n
88 TMM 2013 · 1
skipti á öðrum tímum; c) að koma á sjálfsafgreiðslu í meiri mæli. Í einhverjum tilfellum myndi
allt þrjóta og þyrftu fyrirtæki hreinlega að ráða til sín fleira fólk, en það ættu nú mörg þeirra
að geta. Það myndi líka draga úr atvinnuleysi.
50 Skyld þessum mótmælum gætu heyrst önnur, sem myndu hljómað svona: Stytting vinnudags-
ins er aðeins möguleg með því að auka fyrst framleiðslu, auka hagvöxt og tekjur, það er eina
leiðin til að greiða fyrir styttinguna. Þessi röksemd gæti virst sannfærandi í fyrstu, stytting
vinnudags hefur alltént oft fylgt auknu ríkidæmi. En hún er líklega gölluð eða í það minnsta
takmörkuð. Skoðum fyrst hvað styður þessa röksemd: Ef fjöldi vikulegra vinnustunda í ýmsum
löndum heimsins (allt frá ríkum og þróuðum til fátækra og vanþróaðri) er skoðaður með tilliti
til meðalþjóðartekna á mann, en framleiðni ætti einmitt að birtast í þjóðartekjum, kemur í
ljós að sterk tengsl eru þar á milli (r = –0,497). Í löndum sem eru ríkari, með meiri framleiðni
og tekjur á mann vinnur fólk minna en fólk í tekjulægri löndum gerir. Hins vegar ef þessum
löndum er skipt í tvo flokka, annars vegar lönd með meðalþjóðartekjur á mann yfir 15.000
USD en hins vegar lönd undir því, og tengslin skoðuð fyrir þessa tvo flokka hvorn í sínu lagi,
kemur í ljós annars konar mynstur. Í fyrri hópnum eru nær engin tengsl (r = +0,017) en í hinum
mjög sterk tengsl (r = –0,587), meiri tekjur, minni vinna. (Hafa ber í huga að í báðum hópum
eru löndin með mislangan vinnutíma og mismiklar þjóðartekjur.) Samkvæmt röksemdafærsl-
unni um að aukningu framleiðslu þurfi til að stytta vinnudaginn, ætti í það minnsta að vera
allsæmileg fylgni í fyrri hópnum. En engu að síður er hún nær engin. Ástæðan fyrir þessu
munstri er trúlega sú að þegar samfélög komast yfir visst þróunarstig, þar innifalin vélvæðing
og iðnvæðing, er það ekki lengur aukin framleiðni (hagvöxtur) sem ýtir undir fækkun vinnu-
stunda með einhverju móti, heldur eitthvað annað, mögulega lífsgildi ýmiss konar eða annað.
(Sjá nánar um þetta í Lee, McCann og Messenger (2007), bls. 32–33.) Hafa ber í huga að Ísland
tilheyrir löndum sem hafa meðalþjóðartekjur yfir 15.000 USD á mann og hugsanlega leikur
það hlutverk í því að vinnudagur hefur ekki styst hér á landi að ráði síðan 1980.
51 Hafa þyrfti eftirlit með því af hálfu verkalýðsfélaga.
52 Bosch og Lehndorff (2001).
54 Sjá nánar í Schor (1991), en líka Kalecki (1943).
Heimildir
Alþingi (1961). Átta stunda vinnudagur verkafólks, mál nr. 94., 82. löggjafarþing.
Alþingi (1988). Stytting vinnutímans, mál nr. 456, 110. löggjafarþing.
Alþingi (1991). Stytting vinnutíma, mál nr. 315, 113. löggjafarþing.
Alþingi (1993a). Stytting vinnutíma, mál nr. 558, 116. löggjafarþing.
Alþingi (1993b). Stytting vinnutíma, mál nr. 77, 117. löggjafarþing.
Alþingi (1996). Stytting vinnutíma án lækkunar launa, mál nr. 4, 121. löggjafarþing.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (2011, 13. janúar). BSRB vill fjölskylduvænna samfélag. Sótt
16. júní 2011 af slóðinni http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1853/.
Bosch, G. og Lehndorff, S. (2001). Working-time reduction and employment: Experiences in
Europe and economic policy recommendations. Cambridge Journal of Economics, 25, 209–243.
Eyþór Ívar Jónsson (2002). Ríkidæmi Íslands. Vísbending, 20 (41), 2, 4.
Gorz, A. (1978/1980). Gullöld atvinnuleysisins. Svart á hvítu 4 (1), 2–7. [Ívar Jónsson og Sonja
Jónsdóttir þýddu úr Tímaritinu Le Nouvel Observateur.]
Guðmundur D. Haraldsson og Smári McCarthy (2010, 16. desember). Sköpum atvinnu – eða hvað?
Morgunblaðið.
Gylfi Arnbjörnsson (2010). Við viljum vinna. Vinnan. Tímarit Alþýðusambands Íslands, 59 (1), 3.
Hagstofa Íslands (2011). Laun, tekjur og vinnumarkaður: Vinnumarkaður 2010. Hagtíðindi, 96
(10).
Kalecki, M. (1943). Political aspects of full employment. The Political Quarterly, 14, 322–330.
Kolbeinn H. Stefánsson (2008). Samspil vinnu og heimilis: Álag og árekstrar. Óútgefið handrit:
Rannsóknarstöð þjóðmála: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Kolbeinn H. Stefánsson og Þóra Kristín Þórsdóttir (2010). Ánægja með fjölskyldulíf á Íslandi í