Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 88
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n 88 TMM 2013 · 1 skipti á öðrum tímum; c) að koma á sjálfsafgreiðslu í meiri mæli. Í einhverjum tilfellum myndi allt þrjóta og þyrftu fyrirtæki hreinlega að ráða til sín fleira fólk, en það ættu nú mörg þeirra að geta. Það myndi líka draga úr atvinnuleysi. 50 Skyld þessum mótmælum gætu heyrst önnur, sem myndu hljómað svona: Stytting vinnudags- ins er aðeins möguleg með því að auka fyrst framleiðslu, auka hagvöxt og tekjur, það er eina leiðin til að greiða fyrir styttinguna. Þessi röksemd gæti virst sannfærandi í fyrstu, stytting vinnudags hefur alltént oft fylgt auknu ríkidæmi. En hún er líklega gölluð eða í það minnsta takmörkuð. Skoðum fyrst hvað styður þessa röksemd: Ef fjöldi vikulegra vinnustunda í ýmsum löndum heimsins (allt frá ríkum og þróuðum til fátækra og vanþróaðri) er skoðaður með tilliti til meðalþjóðartekna á mann, en framleiðni ætti einmitt að birtast í þjóðartekjum, kemur í ljós að sterk tengsl eru þar á milli (r = –0,497). Í löndum sem eru ríkari, með meiri framleiðni og tekjur á mann vinnur fólk minna en fólk í tekjulægri löndum gerir. Hins vegar ef þessum löndum er skipt í tvo flokka, annars vegar lönd með meðalþjóðartekjur á mann yfir 15.000 USD en hins vegar lönd undir því, og tengslin skoðuð fyrir þessa tvo flokka hvorn í sínu lagi, kemur í ljós annars konar mynstur. Í fyrri hópnum eru nær engin tengsl (r = +0,017) en í hinum mjög sterk tengsl (r = –0,587), meiri tekjur, minni vinna. (Hafa ber í huga að í báðum hópum eru löndin með mislangan vinnutíma og mismiklar þjóðartekjur.) Samkvæmt röksemdafærsl- unni um að aukningu framleiðslu þurfi til að stytta vinnudaginn, ætti í það minnsta að vera allsæmileg fylgni í fyrri hópnum. En engu að síður er hún nær engin. Ástæðan fyrir þessu munstri er trúlega sú að þegar samfélög komast yfir visst þróunarstig, þar innifalin vélvæðing og iðnvæðing, er það ekki lengur aukin framleiðni (hagvöxtur) sem ýtir undir fækkun vinnu- stunda með einhverju móti, heldur eitthvað annað, mögulega lífsgildi ýmiss konar eða annað. (Sjá nánar um þetta í Lee, McCann og Messenger (2007), bls. 32–33.) Hafa ber í huga að Ísland tilheyrir löndum sem hafa meðalþjóðartekjur yfir 15.000 USD á mann og hugsanlega leikur það hlutverk í því að vinnudagur hefur ekki styst hér á landi að ráði síðan 1980. 51 Hafa þyrfti eftirlit með því af hálfu verkalýðsfélaga. 52 Bosch og Lehndorff (2001). 54 Sjá nánar í Schor (1991), en líka Kalecki (1943). Heimildir Alþingi (1961). Átta stunda vinnudagur verkafólks, mál nr. 94., 82. löggjafarþing. Alþingi (1988). Stytting vinnutímans, mál nr. 456, 110. löggjafarþing. Alþingi (1991). Stytting vinnutíma, mál nr. 315, 113. löggjafarþing. Alþingi (1993a). Stytting vinnutíma, mál nr. 558, 116. löggjafarþing. Alþingi (1993b). Stytting vinnutíma, mál nr. 77, 117. löggjafarþing. Alþingi (1996). Stytting vinnutíma án lækkunar launa, mál nr. 4, 121. löggjafarþing. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (2011, 13. janúar). BSRB vill fjölskylduvænna samfélag. Sótt 16. júní 2011 af slóðinni http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1853/. Bosch, G. og Lehndorff, S. (2001). Working-time reduction and employment: Experiences in Europe and economic policy recommendations. Cambridge Journal of Economics, 25, 209–243. Eyþór Ívar Jónsson (2002). Ríkidæmi Íslands. Vísbending, 20 (41), 2, 4. Gorz, A. (1978/1980). Gullöld atvinnuleysisins. Svart á hvítu 4 (1), 2–7. [Ívar Jónsson og Sonja Jónsdóttir þýddu úr Tímaritinu Le Nouvel Observateur.] Guðmundur D. Haraldsson og Smári McCarthy (2010, 16. desember). Sköpum atvinnu – eða hvað? Morgunblaðið. Gylfi Arnbjörnsson (2010). Við viljum vinna. Vinnan. Tímarit Alþýðusambands Íslands, 59 (1), 3. Hagstofa Íslands (2011). Laun, tekjur og vinnumarkaður: Vinnumarkaður 2010. Hagtíðindi, 96 (10). Kalecki, M. (1943). Political aspects of full employment. The Political Quarterly, 14, 322–330. Kolbeinn H. Stefánsson (2008). Samspil vinnu og heimilis: Álag og árekstrar. Óútgefið handrit: Rannsóknarstöð þjóðmála: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Kolbeinn H. Stefánsson og Þóra Kristín Þórsdóttir (2010). Ánægja með fjölskyldulíf á Íslandi í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.