Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 47
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e TMM 2013 · 1 47 í dúnalogn þegar hann gekk inn. Allir hættu að tala og litu á hann. Og allir voru í kúrekafötum, nema indjánahöfðinginn við dyrnar. Sá var reyndar úr tré, en höfðinglegur engu að síður. Hvar í fjandanum er ég lentur núna? hugsaði Bjarni. Hvað ef einhver stendur upp og mundar marghleypuna og skorar mig á hólm? Honum til mikils léttis reyndust þetta óþarfa áhyggjur, gestirnir sneru sér hver af öðrum hver að öðrum og bjórnum sínum um leið og hann steig næsta skref í áttina að barnum. Þar fyrir innan stóð reffilegur maður á besta aldri með silfurhvítt skegg og kúrekahatt, í svörtu leðurvesti yfir grárri peysu og með glansandi fína skerfarastjörnu í vestisbrjóstinu. „Bír, bitte plís,“ sagði Bjarni. „Bír,“ sagði barþjónninn og togaði í krana á grænum, þriggja arma kakt usi. „Afsakið,“ hélt Bjarni áfram á ensku, „en hvað heitir þessi bær?“ „Wickede,“ sagði barþjónninn og hélt áfram að dæla bjórnum. „Í Þýskalandi, er það ekki?“ „Í Þýskalandi,“ staðfesti vertinn og hélt áfram að dæla bjórnum. „Við ána Ruhr. Hvaðan ber þig að?“ Bjarni hikaði. „Frá Íslandi,“ viðurkenndi hann svo. Regla númer eitt: Halda lygunum í lágmarki. „Velkominn til Wickede, Íslendingur,“ sagði vertinn. „Fyrsti bjórinn er í boði hússins. Skál.“ „Skál,“ sagði Bjarni. „Segðu mér,“ hélt hann áfram eftir fyrsta sopann, „er gott að búa í Wickede?“ Vertinn yppti öxlum. „Það eru til verri staðir,“ sagði hann. „Hversvegna?“ „Nei, bara. Ég er – æ, ég veit það ekki. Ég er bara búinn að vera á helvítis flandri svo lengi og orðinn soldið mikið leiður á því.“ Þetta var þó engin lygi. „Langar að setjast að í einhverjum rólegum bæ.“ „Þá ertu á réttum stað,“ sagði vertinn af sannfæringu, „þeir gerast ekki öllu rólegri bæirnir en einmitt Wickede. Hér gerist aldrei neitt. Rolf heiti ég. Rolf Gülde.“ Bjarni tók í útrétta höndina og hristi. „Bjarni,“ sagði Bjarni Þorsteinsson án þess að hika, „Bjarni Gunnarsson.“ Afhverju ekki? hugsaði hann, fjórum bjórum síðar. Ég stekk uppí lest, ég stekk útúr lest. Stekk uppí aðra lest og útúr henni og lendi hér. Eru þetta ekki bara örlögin? Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsaði Bjarni og pantaði fimmta bjórinn, hvað mælir þá á móti því að ég setjist hér að? Tíu mánuðum og þremur dögum síðar fékk hann loksins svar við þeirri spurningu. Þá komu nefnilega indjánarnir. Og þá fór auðvitað allt til and- skotans. * * * Uwe Säuberlich, yfirmanni rannsóknarteymisins frá Dortmund, var mein illa við smábæi, heita, raka daga, og skrítin sakamál. Og nú var hann í Wickede, þar sem bæjarbúar voru álíka margir og íbúar í þremur góðum blokkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.