Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 47
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e
TMM 2013 · 1 47
í dúnalogn þegar hann gekk inn. Allir hættu að tala og litu á hann. Og allir
voru í kúrekafötum, nema indjánahöfðinginn við dyrnar. Sá var reyndar úr
tré, en höfðinglegur engu að síður.
Hvar í fjandanum er ég lentur núna? hugsaði Bjarni. Hvað ef einhver
stendur upp og mundar marghleypuna og skorar mig á hólm? Honum
til mikils léttis reyndust þetta óþarfa áhyggjur, gestirnir sneru sér hver af
öðrum hver að öðrum og bjórnum sínum um leið og hann steig næsta skref
í áttina að barnum. Þar fyrir innan stóð reffilegur maður á besta aldri með
silfurhvítt skegg og kúrekahatt, í svörtu leðurvesti yfir grárri peysu og með
glansandi fína skerfarastjörnu í vestisbrjóstinu.
„Bír, bitte plís,“ sagði Bjarni.
„Bír,“ sagði barþjónninn og togaði í krana á grænum, þriggja arma kakt usi.
„Afsakið,“ hélt Bjarni áfram á ensku, „en hvað heitir þessi bær?“
„Wickede,“ sagði barþjónninn og hélt áfram að dæla bjórnum.
„Í Þýskalandi, er það ekki?“
„Í Þýskalandi,“ staðfesti vertinn og hélt áfram að dæla bjórnum. „Við ána
Ruhr. Hvaðan ber þig að?“ Bjarni hikaði.
„Frá Íslandi,“ viðurkenndi hann svo. Regla númer eitt: Halda lygunum í
lágmarki.
„Velkominn til Wickede, Íslendingur,“ sagði vertinn. „Fyrsti bjórinn er í
boði hússins. Skál.“
„Skál,“ sagði Bjarni. „Segðu mér,“ hélt hann áfram eftir fyrsta sopann, „er
gott að búa í Wickede?“ Vertinn yppti öxlum.
„Það eru til verri staðir,“ sagði hann. „Hversvegna?“
„Nei, bara. Ég er – æ, ég veit það ekki. Ég er bara búinn að vera á helvítis
flandri svo lengi og orðinn soldið mikið leiður á því.“ Þetta var þó engin lygi.
„Langar að setjast að í einhverjum rólegum bæ.“
„Þá ertu á réttum stað,“ sagði vertinn af sannfæringu, „þeir gerast ekki
öllu rólegri bæirnir en einmitt Wickede. Hér gerist aldrei neitt. Rolf heiti ég.
Rolf Gülde.“ Bjarni tók í útrétta höndina og hristi.
„Bjarni,“ sagði Bjarni Þorsteinsson án þess að hika, „Bjarni Gunnarsson.“
Afhverju ekki? hugsaði hann, fjórum bjórum síðar. Ég stekk uppí lest, ég
stekk útúr lest. Stekk uppí aðra lest og útúr henni og lendi hér. Eru þetta
ekki bara örlögin? Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsaði Bjarni og pantaði
fimmta bjórinn, hvað mælir þá á móti því að ég setjist hér að?
Tíu mánuðum og þremur dögum síðar fékk hann loksins svar við þeirri
spurningu. Þá komu nefnilega indjánarnir. Og þá fór auðvitað allt til and-
skotans.
* * *
Uwe Säuberlich, yfirmanni rannsóknarteymisins frá Dortmund, var mein illa
við smábæi, heita, raka daga, og skrítin sakamál. Og nú var hann í Wickede,
þar sem bæjarbúar voru álíka margir og íbúar í þremur góðum blokkum