Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 61
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 61 er sinfóníurnar og konsertarnir. Því (mikilvæg staðreynd) hin innbyggða tvískipting tónlistarinnar á síðari hlutanum er vandamál sem er alfarið bundið við umfangsmikil tónverk. 6 Þegar Breton gagnrýnir list skáldsögunnar, er hann þá að ráðast á veik- leika hennar eða eðli hennar? Við skulum segja að hann sé fyrst og fremst að ráðast á þá fagurfræði skáldsögunnar sem varð til í upphafi nítjándu aldarinnar, með Balzac. Þetta var mikið blómaskeið skáldsögunnar þar sem hún festi sig í fyrsta sinn í sessi sem gríðarmikið þjóðfélagsafl; hún bjó yfir krafti til að heilla fólk, nánast dáleiða það, og varð þannig undanfari kvikmyndalistarinnar: á tjaldi ímyndunaraflsins sér lesandinn fyrir sér svo raunverulegar lýsingar úr skáldsögunni að hann getur ruglað þeim saman við lýsingar úr eigin lífi; til að ná valdi á lesandanum ræður skáldsagnahöf- undurinn yfir heilu tæki til að framleiða raunveruleikablekkingu; en þetta tæki býr um leið til tvískiptingu byggingarinnar í list skáldsögunnar sem er sambærileg við það sem sjá mátti í tónlistinni á tímum klassíkurinnar og rómantíkurinnar: það er nákvæmt orsakasamband sem gerir frásögnina trúverðuga og því má ekki sleppa úr neinni einingu (jafnvel þótt hún sé vita óáhugaverð í sjálfri sér); þar sem persónurnar verða að virðast „lifandi“ verður að leggja fram sem allra mestar upplýsingar um þær (enda þótt þær séu allt annað en áhuga- verðar); og svo er það mannkynssagan: áður fyrr fór hún sér það hægt að hún var nánast ósýnileg, síðan hraðaði hún á sér (þetta er hin mikla reynsla Balzacs) og allt er að breytast í kringum mennina á lífsleiðinni, göturnar sem þeir ganga um, húsgögnin í húsunum þeirra, stofnanirnar sem þeir eru háðir; bakgrunnur mannlífsins er nú ekki lengur kyrrstætt og fyrirfram þekkt umhverfi, það er síbreytilegt, útlit þess í dag er dæmt til að vera gleymt á morgun, það verður því að grípa það, mála það (jafn leiðinlegar og þær geta verið, lýsingarnar á fortíðinni). Bakgrunnur: málaralistin uppgötvaði hann á tíma endurreisnarinnar, með fjarvídd sem skipti málverkinu upp í það sem er fremst og aftast í myndinni. Útkoman var sérstakt vandamál formsins: til dæmis portrettið: andlitið dregur að sér meiri athygli og áhuga en líkaminn og enn meiri en tjöldin aftast. Það er alveg eðlilegt, þannig sjáum við heiminn umhverfis okkur, en það sem telst eðlilegt í lífinu stenst samt ekki formkröfur listarinnar: jafnvægisleysið í málverki milli þeirra hluta sem dregnir eru fram og þeirra sem fyrirfram skipta minna máli þurfti að bæta upp, snurfusa, koma aftur í jafnvægi. Eða þá hreinlega að ýta því til hliðar og beita nýrri fagurfræði sem eyddi þessari tvískiptingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.