Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2013 · 1 son það ofurvel í ljós, að „hamingjan“ var ekki á næsta leiti. Vegur Jóns Sveins- sonar í reglu jesúíta var grýttur og varð- aður mörgum vonbrigðum. Reglan var ströng og krafðist járnaga og skilyrðis- lausrar hlýðni hvers liðsmanns við yfir- boðara sína. Nonna var meira að segja synjað um að fá að vera við dánarbeð kærs bróður síns, Manna, sem einnig hafði gengið í reglu jesúíta. Jón reyndi sem best hann gat að láta allt yfir sig ganga, að taka öllu „með þolinmæði og gleði“ (233), en sú auðmýkt reynist honum erfið. Hann er að námi og prest- vígslu lokinni látinn starfa með jesúít- um í Danmörku við kennslu í mennta- skóla sem þeir ráku og reynir líka fyrir sér sem trúboði meðal Dana. En allt gengur það heldur dapurlega. Átök innan reglunnar (m.a. milli franskra og þýskra jesúíta), ágreiningur um það hvaða lönd eða svið hver tekur að sér og hvað beri að gera – allt verður þetta til þess að draumur hans um að flytja kaþólskan boðskap á Íslandi rætist ekki. Í Danmörku virðist honum farið illa með sína starfskrafta, hann ber kala til yfirboðara sinna, allt er sem unnið fyrir gýg. Hann trúir dagbók sinni frá Dan- merkurárunum fyrir því að allur hans „brennandi áhugi“ og „postullegur eld- móður“ sé „kafnaður, dauður“. Hann er ekki prestur að sálarfari ef svo mætti segja, hann er ekki sæll í sinni einsemd eins og t.d. annar kaþólskur höfundur, trappista munkurinn Thomas Merton. Og hinir dimmu dagar í lífi jesúítans íslenska voru margir og lítt bærilegir. Í bréfi sem Jón skrifaði íslenskum forn- vini sínum löngu síðar (1931) tekur hann mjög djúpt í árinni: „Í meira en þrjátíu ár fannst mér stöðugt eins og ég hefði verið grafinn lifandi og óskaði þess oft að ég mætti deyja“ (292). Um þessa hluti þagði Jón Sveinsson að mestu alla ævi – og það er að líkind- um bæði vegna hins kaþólska aga sem hann gekkst undir, þeirrar heimanfylgju sem bannar sjálfsvorkunn og loks vegna þeirra gleðilegu umskipta sem hann nefnir í fyrrgreindu bréfi frá 1931, þá 74 ára gamall. Hann segir: „En svo allt í einu varð ég frjáls og til mín kom ham- ingjan, og hún hefur fylgt mér síðan eins og þjáningin gerði áður“ (292). Í sælureit Hamingjan sem hér er nefnd – það er hlutskipti rithöfundarins, höfundar bókanna um Nonna og hans sælu ævin- týri á heimaslóðum og á leið hans út í heim. Ritstörfin urðu, eins og ævisögu- höfundur sýnir ágætlega, Jóni Sveins- syni sú meina bót sem sköpum skipti – athvarf, uppreisn, göfugur tilgangur, endurheimt sambands við aðrar mann- eskjur. Hann fann sér svar við einsemd og vonbrigðum með því „að hverfa aftur til bernsku sinnar, leita á vit upprunans í íslenskri náttúru“ og gerði sér úr minningum og hugsýn „sælureit þar sem hann gat átt athvarf í stormum lífs- ins. Þar fann hann sjálfan sig aftur, varð djarfur og hraustur, jafnoki annarra og í góðri sátt við umhverfi sitt og samferða- menn“ (379). Slíkri niðurstöðu verður ekki í móti mælt, né heldur þeirri sem reifuð er á öðrum stað: Jón Sveinsson leggur í bókum sínum svo mikla áherslu á það frelsi sem Nonni hefur eða tekur sér til að stefna sér í ævintýri (og háska) og ljúka þeim með heiðri og sóma – að bókarhöfundur spyr hvort Nonnabæk- urnar séu ekki „öðrum þræði andófs- bókmenntir, viðbrögð höfundar við því ófrelsi sem hann taldi sig verða fyrir í strangri reglu, lofsöngur um það sem hann þráði en fékk ekki notið til fulls nema í draumum sínum og bókum“ (333). Við eigum auðvelt með að samþykkja að Nonnabækurnar séu höfundinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.