Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 56
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n
56 TMM 2013 · 1
breyta sér í Elke. Ég lét mála hana í samræmi við lýsingar herra Thorstæns-
sons og lét taka af henni almennilega mynd með almennilegri myndavél.
Þá þekkti hann hana aftur. Hún hafði enga skothelda fjarvistarsönnun
á krítískum tímum, hvorki í kringum morðið á ungfrú Grimsdottir né
drukknun frú Erhardt fyrir þremur árum. Ég held að hún hafi endanlega
gefist upp þegar ég sýndi henni afrit af hraðasektinni sem hún fékk í Freiburg
daginn eftir það „slys“. Þá opnuðust allar flóðgáttir og hún viðurkenndi að
hafa myrt frú Erhardt í þeim tilgangi helstum að taka hennar sess í lífi yfir-
manns síns. Sá leit hinsvegar ekki við henni sem konuefni, heldur trúlofaðist
einhverri íslenskri glyðru sem hafði engan skilning á mikilvægi og fegurð
indjánalífsins einsog hún orðaði það. Restin var svo nokkurnveginn alveg
einsog herra Thorstænsson leiddi rök að. Greinilega ágætis rannsóknarlög-
reglumaður farið forgörðum þar sem hann er.“
„Kannski,“ sagði Katrín glettin. „Og hvenær fær hann svo að fara heim,
kallkvölin?“
„Herra Thorstænsson?“
„Já.“
„Við slepptum honum fyrir löngu, var ég ekki búinn að segja þér það?“
„Nei,“ sagði Katrín. „Og hvað, er hann bara að selja bjór á Colorado einsog
fínn maður?“
„Varla, síðast þegar ég steig þar inn fæti skildist mér á herra Gülde að
herra Thorstænsson hefði flutt úr bænum nánast daginn sem við slepptum
honum. Hann vissi ekki hvert.“
„Þú vissir að við vildum fá hann hingað heim,“ sagði Katrín pirruð,
„afhverju …“
„Sorrí,“ sagði Uwe, „ég gekk bara útfrá því að þú hefðir dregið allt uppúr
honum sem þú þurftir að vita þessa daga sem þú varst hérna. Og eftir því
sem ég komst næst þá liggur engin opinber framsalsbeiðni fyrir frá ykkur.
En tölum frekar um eitthvað skemmtilegra.“
Samtalið varð talsvert lengra og Katrín var búin með hálfa rauðvínsflösku
þegar hún loksins lagði á og greip póstbunka dagsins af kommóðunni.
Reikningar, og eitt póstkort með mynd frá Klettafjöllunum og yfirskriftinni
Greetings from Colorado. Hún brosti og sneri kortinu við. Textinn var
stuttur:
Þú sagðir að enginn Íslendingur mundi skrifa svona utaná bréf og það er rétt
og það bjargaði mér en ég ætla samt að prófa það. Kveðja, BÞ.
Hún brosti enn breiðar þegar hún sá hvað hann hafði skrifað sem nafn
viðtakanda. Þar var bara eitt orð:
Eiðsdóttir.
Árið 2011 las höfundur þessa sögu upp á sérstöku glæpasagnakvöldi á kránni Colo-
rado Club fyrir heimamenn. Lýsingarnar á staðháttum í sögunni eru í fullu samræmi
við raunveruleikann. Það gildir jafnt um Colorado Club, Haus Gerbens og snitselið
þeirra og bæinn sjálfan. Netslóð krárinnar er þessi: http://colorado-club.de/.