Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 10
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n
10 TMM 2013 · 1
sviptir þá mennskunni. Afar fáir byggja á orðum og skilningi þeirra sem sviptir hafa
verið rétti sínum til að skilja raunveruleikann bak við nauðungarflutningana.14
Stöðugt eru raddir efasemdamanna þaggaðar í kaf með lofsöngvum framfara-
goðsögninni til dýrðar, og þeir ekki eingöngu sakaðir um að vera bæði and-
stæðingar framfara og talsmenn eilífs viðhalds á hefðum15, heldur einnig
um viðhorf sem óvinveitt séu samfélaginu – jafnvel hættuleg mannkyninu.
Gríðarstór skóglendi á Indlandi hafa til að mynda verið opinberlega skil-
greind af yfirvöldum sem „ásótt af maóistum“, en á umræddum svæðum
hafast við naxalítarnir svokölluðu – vopnaðir hópar frumbyggja og maóista
sem hafa árum saman varið landsvæði sín, fólk og menningu fyrir árásum
yfirvalda. Eins og indverski rithöfundurinn Arundhati Roy bendir á, en
fyrir tveimur árum dvaldi hún með naxalítunum og ferðaðist með þeim um
skógana svo vikum skipti, er þetta síst af öllu ónákvæmt eða hirðuleysis-
legt orðalag. Það er bæði lúmskt og úthugsað auk þess sem það felur í sér
sjúkdómsgreiningu. „Lækna þarf sjúkdóma. Útrýma þarf pestum. Maó-
istana þarf að þurrka út,“ segir Roy og dregur þannig saman hvernig orða-
forða menningarlegs þjóðarmorðs hefur verið laumað inn í tungumálið.16
Bökkum þá tvær aldir aftur til Englands þar sem lúddítarnir svokölluðu,
skipulagðir hópar breskra vefara, risu upp gegn aukinni vélvæðingu iðnar
sinnar á fyrstu áratugum nítjándu aldar. Saga þeirra og arfleið hefur verið
beygð og sveigð í þágu framfaragoðsagnarinnar, eins og birtist til að mynda
skýrt í fremur nýlegum skrifum Finns Oddssonar, þá framkvæmdastjóra
Viðskiptaráðs Íslands. Hann sagðist hafa litið í sögubækurnar og rekist þar á
lúddítana, og sagði að „þó hreyfing Luddita hafi verið skammlíf í Bretlandi
virðist nú 200 árum síðar örla á svipuðum hugmyndum í íslenskum stjórn-
málum“.17
Finnur fullyrðir að lúddítarnir hafi barist „gegn almennum lífskjörum
í samfélaginu sem byggðu á hagkvæmari framleiðslu“, en þegar nánar er
að gætt voru þeir síst af öllu andstæðingar bættra lífskjara – hvorki sinna
eigin né annarra. Glæpur þeirra var að setja spurningarmerki við orðræðu
framfarastjórnmála; sjá í gegnum þá merkingu sem orðunum var gefin svo
knýja mætti fram þær breytingar á iðn þeirra sem verksmiðjueigendunum
hentaði; finna á eigin skinni hvernig innleiðing nýrrar tækni leiddi til verri
gæða handverksins, einhæfrar og sligandi vinnu, verri afkomu og lífskjara.
Þegar þeim varð ljóst að fyrir yfirvöld og verksmiðjueigendur hafði málstaður
þeirra ekkert vægi, fylktu þeir liði undir merkjum hins goðsagnakennda Ned
Ludd og rústuðu í skjóli nætur þeim vélum sem ógnuðu starfsháttum þeirra
og lífi. Og til að gera nokkuð langa sögu stutta, voru þeir í kjölfarið ofsóttir af
yfir völdum sem komu fyrir flugumönnum í félagsskap þeirra (kunnuglegt),
handtóku þá og fangelsuðu, og leyfðu loks vel völdum lúddítum að kynnast
göfugu réttlæti snörunnar.
Þegar söguspekingar á borð við framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs full-