Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 113
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ TMM 2013 · 1 113 sem ég hefði svarið fyrir að myndi ske: Þú ert kominn í tölu virðulegra en marghrjáðra sparifjáreigenda þessa lands. Það er mjög lokkandi tilhugsun að þú munir verða hálaunaður embættis- maður sem póst- og símamálastjóri í Flatey. Þegar það er komið einnig [?] held ég bara að [ég] girði mig í brók og haldi til Flateyjar. Vænti ég þess, að sím- stjórinn skjóti yfir mig skjólshúsi í smátíma meðan taugarnar eru að hvílast. Með bestu kveðju. Valdimar Jóhannesson. Steinar skrifar Ragnari Jónssyni ári síðar frá Spáni: Tossa de Mar 20.xi. 65 Ragnar, góðan daginn. Ég hef nú verið að drekka í fjóra daga. Ég veit satt að segja ekki hvers vegna. Nema það sé vegna þess að ég hef í þessa fjóra daga, dag eftir dag, skrifað ans sjálfur Óðinn. Ég hef bjargað skáldsögunni. Ég læt þá nú flýja upp úr klettunum í næsta hús, elliheimili og fávitahæli. Og þar hefst kostuleg list í orðum. Svo hef ég skrifað smásögu, hriktandi alla af harmi. Ég á eftir um 6000 peseta. Og það eina sem brýnt er, er það ég fái að halda áfram á mínum ólgusjó hérna á Spáni þegar þessir peníngar hafa þrotið. Ég segi þér satt – og loksins færðu að vita það, – þú sem aldrei hefur skilið mín verk og aldrei séð neitt í mér nema undarlíng – að Íslandið allt er lítils virði á við mig. Það er leitun á betra skáldi en mér í víðri veröld. Jafnvel þótt ég sé hörmulega illa fær um að koma sæmilega fram við þig og öll önnur geistlegheit. Ég haga mér ans fífl. Ég hef t.d. verið að hvarfla til og frá vegna útgáfu ljóðabókarinnar. A.B. bauð mér 15000 fyrir hana á sínum tíma, en þú tíu. Og ég hugsaði: „Já, ég fyrirlít A.B. Ég vil heldur láta Ragnar hafa hana fyrir tíu; ég hef betri samvisku af því.“ En hvað geri ég svo – af logandi löngun minni út í heim? Ég fer á ný til þeirra, býð þeim hana gegn staðgreiðslu gef sjálfum andskotanum undir fótinn! Því ég hata þessa kölkuðu karla, Tómas, Gunnar, Baldvin. Enda líst þeim ekki á mig, sem von er. Hvenær gæti ég gerst þeirra pólitíska púlhross! Ég hræki og míg heilum huga á þessi [ó?]menni og þeirra klíkur. Ég get ekki logið, en ég hef samt varpað mér í aurinn og skriðið ans hundur. Skriðið í svo algeru vonleysi og svo algerri útskúfun þessarar bölvuðu þjóðar, að engu tali tekur! Jafnvel þótt ég hafi í raun og veru ekki lifað eins hræðilega reynslu og t.d. Jónas Svafár, þá er mín reynsla miklu meiri en hans: því viðkvæmni mín er tífalt sterkari en hans. Viðkvæmni mín hefur gert mig frægan. Menn hlæja að mér hástöfum. Ég horfa á flissandi jaxla þeirra og skötutægjurnar lafa út á milli ryðgaðra jaxlagarðanna, og mér býður við! Ég er hljóður og harmi þrúnginn. Ég horfi á allt þetta viðbjóðslega ránglæti. Og þegi! Ég, sem er guð. Smánaður og blygðaður af öllum þessum óþverralegu, óskáldlegu durgum!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.