Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 44
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 44 TMM 2015 · 3 Tjörnina, helst ísi lagða, og upp í Þingholtin vefst það ekki fyrir mér að Reykjavík er fegursti staður landsins og að hér er gott að búa. Ég væri hins vegar alveg til í að geta dvalið líka í Nice í Suður-Frakklandi og Kaupmannahöfn. Þar hefur mér alltaf liðið vel. *** Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást? Nei en það var stundum farið í bíó á sunnudögum og þá sá maður einhverjar Disneymyndir. Ég varð oft alveg stúmm þegar ég kom aftur út í vetrarsíðdegið og fannst lífið mitt alls óáhugavert eftir öll undrin í bíóinu. Það tók oft nokkra klukkutíma að sætta sig við raunveruleikann þegar maður kom aftur út úr Gamla bíói. Hvort fannst þér skemmtilegra: að lesa eða að horfa á bíó? Mér fannst skemmtilegra að lesa, maður gat heldur ekki horft á bíó í tíma og ótíma þegar ég var krakki, það var ekki í boði. Bækur stóðu mér hins vegar alltaf til boða. Síðan man ég eftir myndlistarsýningu sem sló mig út af laginu. Ég var fimm ára og fór með pabba mínum á sýningaropnun. Þar sat alhvít myndastytta grafkyrr í stól. Skyndilega stóð hún á fætur og gekk út. Áhorfendur gripu vitaskuld andann á lofti og sulluðu niður á sig víninu þegar myndastyttan lifnaði við. Þetta var þá listakonan Rúri og þetta einn af hennar frægustu gjörningum. Mér fannst þetta stórkostlegt og var sannfærð um að það hlyti að vera meiriháttar að vera listakona. Það er meira að segja til ljósmynd af atvikinu. Á svarthvítri ljósmynd leiðir Gerður pabba sinn, klædd í úlpu af frænku sinni, þau standa fyrir framan myndastyttuna. Gjörningurinn (þegar lítil stelpa verður fyrir örlagaríkum hughrifum) heitir Skúlptúr og flutti Rúrí hann við opnun sýningarinnar Súm-75 í Gallerí SÚM árið 1975. Kannski var það þarna sem eitthvað kviknaði í mér og mig fór að gruna í hvaða átt ég myndi stefna. Pabbi minn fór með mig á sýningar og ég kom inspíreruð heim og þóttist geta teiknað og málað eins og myndlistarfólkið. Þegar ég skrifaði fyrstu barnabókina mína Mörtu smörtu sendi ég Mörtu vitaskuld rakleiðis á myndlistarsýningu hjá Rúrí. Manstu hvað þú varst gömul þegar þú byrjaðir að semja sögur? Ég var svona átta – níu ára. Ég föndraði bækurnar, heftaði blöðin saman, bjó til bókarkápu og skrifaði aftan á: Bókaútgáfa Guðjóns því það hvarflaði ekkert annað að mér en að pabbi minn myndi gefa þetta út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.