Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 130
Á d r e pa 130 TMM 2015 · 3 við „hálft föðurland“ sitt, hafið. Fyrst ekki hentaði (og af hverju ekki?) að nota gripi úr sjávarútvegsdeild Þjóðminja- safnsins til að hnykkja á þeim tengslum, hefði vísast mátt leita til byggðarsafna í sjávarplássum um allt land, og að sjálf- sögðu einnig til Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Sjálfska þessara sjálfskipuðu varð- veislumanna „íslensks myndheims“ kemur einnig fram í því hvernig gengið er frá gamla lestrarsalnum. Hann er kynntur sem „spegill“, staðurinn þar sem safngestir „horfast í augu“ við menningararf sinn, hér skilgreindur sem rannsóknarrit útgefin af stofnun- unum sex. Úrvali þeirra er stillt upp í læstum glerskápum allt um kring. Hefði ekki verið virðingarvottur við menning- arrannsóknir í víðasta samhengi að hleypa fleiri útgefendum – Bókmennta- félaginu, Biblíufélaginu, bókaforlaginu Crymogæu og fleiri aðilum – að þessu háborði menningararfsins? Í leiðinni hefði mátt gera ráðstafanir til að gefa gestum tækifæri til að handfjatla og gaumgæfa hinn innbundna menningar- arf í stað þess að hafa hann á bak við lás og slá. Myndlist og heimildir Þverfaglegt heildarskipulag sýningar- innar er m.a. réttlætt með vísan til nauðsynlegrar endurskoðunar íslenskrar listasögu, sjá aftur formála í sýningar- skrá. Sú réttlæting inniheldur raunar misskilning á fleygum orðum Pablos Picasso frá 1906, þegar hann kvað „tálg- að kvenlíkneski frá nýlendu í Afríku“ vera fegurri en styttan af Venusi frá Míló í Louvre-safninu. Endurskoðun listasögunnar er öll af hinu góða, sér- staklega ef hún dregur fram í dagsljósið margvíslegt áður óþekkt myndefni – og það gerir þessi sýning vissulega – en hér er seilst helst til víða eftir meintum „þjóðlegum“ sjónminjum. Og hvað Picasso áhrærir er hann ekki að bera saman svo ólíka hluti sem myndverk, sköpunarverk náttúrunnar og ritaðar heimildir heldur tvenns konar mynd- verk, annars vegar rótgróna og fágaða klassík og hins vegar óheflaðan mynd- seið frumþjóða, og kýs fyrir sitt leyti að snúast á sveif með því síðarnefnda. Með afleiðingum sem allir þekkja. Sem leiðir okkur að helsta skavanka hugmyndarinnar um jafnræði allra hluta í þeim endurskoðaða „íslenska myndheimi“ sem hér birtist, nefnilega innlimun myndlistarefnisins frá Lista- safni Íslands. Nú hef ég hreint ekkert á móti „þverfaglegri“ aðferðafræði þegar kemur að uppsetningu myndlistar- tengdra sýninga. Nokkrar eftirminni- legustu fastasýningar sem ég hef kynnst, til að mynda í Barnes-safninu í Fíla- delfíu, Insel Hombroich safninu nálægt Hamborg og Kettle’s Yard í Cambridge eru einmitt byggðar upp á samspili myndlistarverka, nytjahluta og fyrir- bæra úr náttúrunni. En nóta bene; allt „ítarefni“ þessara sýninga, vindsorfnar steinvölur og rótarhnyðjur, gömul egg- járn, forn drykkjarílát og margvíslegir „fundnir hlutir“, er þarna á forsendum myndlistarinnar. Þessu efni er ætlað að veita okkur innsýn í það hvernig mynd- listarmenn nýta það sem verður á vegi þeirra, hversu hversdagslegt og „ómerki- legt“ sem það kann að vera – og hvernig þetta efni hefur áhrif á myndlist þeirra. Sem sagt: Þegar teflt er saman kúbískri uppstillingu Braques, þar sem vínflaska og krítarpípa koma við sögu, og samtín- ingi sambærilegra hluta úr minjasafni, er ekki verið að halda því fram að menningarlegt vægi þessa tveggja fyrir- bæra sé hið sama. Hvað þá að núningur þeirra hafi í för með sér endurskoðun kúbískrar listasögu. Á sýningunni Sjónarhorn er öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.