Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 85
N í g e r í u b r é f f r á N e w Yo r k
TMM 2015 · 3 85
fjölda annarra verðlauna, eins og t.a.m. Alþjóðlegu bókmenntaverðlaunin í
Þýskalandi sem hann fékk ásamt þýðanda sínum Christine Richter-Nilsson.2
Hann hefur einnig vakið athygli nýlega fyrir deilu sína við Salman Rushdie í
kjölfar Charlie Hebdo-morðanna og verðlaunaveitingar PEN til tímaritsins,
þar sem þeir voru á öndverðum meiði um skilgreiningar á hatursorðræðu
og málfrelsi.3
***
Ein fyrsta spurningin sem vaknar við lestur á verkum Coles og frásögnum
um hann er einmitt sú hvort hægt sé að kalla hann „nígerískan“ höfund,
eða þá „bandarískan“. Hann skrifar á ensku, sem er vissulega opinbert mál
beggja landa, hann er af nígerísku bergi brotinn en fæddur í Bandaríkjunum
og þar með væntanlega bæði nígerískur og bandarískur ríkisborgari. Raunar
segir sögumaður í Every Day is for the Thief að hann sé með tvöfaldan ríkis-
borgararétt og þótt sú saga sé skálduð að einhverju leyti held ég að hún sé
einnig sjálfsævisöguleg.4 En hvar á höfundur með slíkan uppruna heima ef
svo á að segja? Vefurinn svarar oftast með því að flokka hann sem nígerískan
höfund, en hann hefur greinilega einnig talist til bandarískra höfunda eins
og í tengslum við PEN verðlaunin ofangreindu.
Málið einfaldast ekki við að skoða verkin; Everyday is for the Thief fjallar
um ungan mann sem snýr heim til Lagos eftir fimmtán ára dvöl í Banda-
ríkjunum, reynsluna af því að koma „heim“ í raun framandi land. Hann
býr í New York, stundar nám í geðlækningum og á hvíta móður sem hann
hefur ekkert samband við. Open City snýst hins vegar um ungan geðlækni af
nígerískum uppruna að hálfu því móðir hans var þýsk. Geðlæknirinn ungi
býr í New York og hefur gert lengi og hefur hann skorið á sambandið við
móður sína. Báðir misstu sögumenn föður sinn ungir. Líkindi söguhetjanna
eru þannig auðsæ og þótt vitanlega sé ekki sjálfsagt að fjalla um höfund
beinlínis í tengslum við sögupersónurnar má segja að líkindin og mis-
munurinn séu leikur við skáldskapinn. Báðar frásagnir eru fyrstu persónu
frásagnir og bera augljóslega keim af höfundinum þótt skáldaðar séu. Einn
athyglisverður munur á frásagnarhætti bókanna er sá að fyrri sagan er sögð
í fyrstu persónu nútíðar en sú síðari þátíðar.
***
Everyday is for the Thief er eins og áður sagði um nokkurs konar heimkomu,
en hún er sögumanni erfið, allt frá því augnabliki er hann stendur í
konsúlatinu í New York að sækja um vegabréf og honum er komið í skilning
um að þótt ekki megi greiða með reiðufé fyrir þjónustuna þá sé samt séð til
þess að fé komist beint til starfsmanna. Þetta eru fyrstu kynni hans af hliðar-
hagkerfi fátæktarinnar í heimalandinu gamla. Og eins og svo mörgum sem