Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 67
Þ r æ ð i r t í m a n s
TMM 2015 · 3 67
David Mitchell kom svo lesendum sínum enn á óvart árið 2010 þegar
fimmta skáldsagan The Thousand Autumns of Jacob de Zoet kom út. Þessi
gilda sögulega skáldsaga gerist í lok 18. aldar, á svokölluðum sakoku-tíma;
þegar Japan var nær algjörlega lokað fyrir öllum utanaðkomandi afskiptum.
Ritarinn Jacob de Zoet er lítið tannhjól í þeim takmörkuðu utanríkisvið-
skiptum sem Japanir áttu við Hollendinga á manngerðu eynni Dejima í
Nagasaki-flóa. Hann fellur fyrir innfæddri ljósmóður með uggvænlegum
afleiðingum fyrir hana auk þess að flækjast í flókið valdabrölt spillingarinnar
sem grasserar iðulega á landamærum hafta og frelsis. Mikið er lagt upp úr
því að umhverfi og aðbúnaður persónanna komi heim og saman við bestu
heimildir og þannig veitir sagan áhugaverða innsýn í þennan stað og þennan
tíma – og ástina um leið enda persónurnar listavel spunnar og lifandi.
Þótt fantasían virðist fjarri í þessum tveimur síðastnefndu skáldsögum
Mitchells kraumar hún undir, og skýtur svo upp kollinum með látum í
nýjustu skáldsögu hans, The Bone Clocks. Á síðum hennar ganga persónur
úr fyrri verkum Mitchells nefnilega í endurnýjun lífdaga, í orðanna fyllstu
merkingu, og varpa nýju og áhugaverðu ljósi á það sem á undan er lesið!
Bókin sem bindur allt saman
Þessi herðabreiða skáldsaga, sem kom út í fyrra, er sett saman úr sex
frásagnarþáttum sem endurspegla hver á sinn hátt æviferil Holly Sykes allt
frá því hún strýkur að heiman árið 1984. Við hittum hana í Sviss nokkrum
árum síðar með augum hins siðblinda sjarmörs Hugo Lamb, kynnumst svo
eiginmanni hennar, Ed, sem er stríðsfréttaritari í Írak áður en við fáum hana
í heimsókn til Íslands ásamt hinum áðurnefnda bitra rithöfundi Crispin
Hershey. Fimmti og næstsíðasti kaflinn fjallar um hádramatískan bardaga
góðs og ills þar sem svokallaðir Horologists, algóðir náungar sem endur-
holdgast reglulega berjast við skúrka sem kallast Anchorites; en fólin hægja
á öldrun sinni með því að drekka í sig blóð og sálir saklausra barna með bros
á vör.
Í The Bone Clocks bindur Mitchell enn betur saman sagnaheiminn sem
hann hefur skapað á ferlinum og leggst meira að segja í það vandasama
verkefni að útskýra hluta gangverksins bak við furðurnar. Og þótt kaflarnir
um baráttu hinna eilífu góðu við hina síungu vondu séu fjörlega skrifaðir
þá virka sumar lýsingarnar eins og ýkjukennd skopstæling á fantasíubók-
menntum. Ofsögur sem eru eins og Harry Potter og The Matrix hafi
eignast ofvirkt barn saman, gleðja nefnilega hvorki sjóaða fantasíuseggi né
jarðbundnari bókmenntasælkera.
Þrátt fyrir ofangreinda annmarka var skáldsagan tilnefnd til Booker verð-
launanna, enda lumar hún á feykivel skrifuðum sagnaþáttum. Angist, tog-
streita og spennufíkn stríðsfréttaritarans eru áþreifanlegar og lokakaflinn
sem gerist á Írlandi árið 2043 er áleitinn og nöturlegur. Þar er dregin upp