Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 3 135 endurtekið í verkum hennar. Innilokun- in er mjög algengt stef. Hún er lokuð inni í herbergjum, lokuð inni í fólki, lokuð inni í sjálfri sér. Í fyrstu bók höf- undar, Dansi í lokuðu herbergi, er ljóð um barn sem lokaðist inni, „því litla barnið varð svo óskaplega hrætt“ (10) og það skapast „hrikaleg ringulreið“ þótt litla barnið ætti að heita fullorðið. Síðan þá eru innilokun, lyklar, lásar og það sem því tengist viðloðandi verk Elísa- betar. Í Engum dansi við Ufsaklett er fjallað um ástarsamband. Bókin skiptist í þrjá hluta: Tilhugalíf, Sambúðin og Skilnað- urinn. Hér skal ekki reynt að eltast við orð eins og „ljóðmælandi“, því eins og mjög margar af bókum Elísabetar Jökuls dóttur fjallar þessi bók um hana sjálfa og hún er um hennar ástarsam- band, líkt og bókin Heilræði lásasmiðs- ins, þar sem allir eru nafngreindir, synir hennar, fjölskylda, vinir og ástmaðurinn sjálfur. Í Engum dansi við Ufsaklett er ástmaðurinn raunar ekki nafngreindur, líklega vegna þess að sambandið er litað af ofbeldi, nánast frá fyrsta degi. Inni- lokunin sem hún hefur upplifað síðan hún var barn verður aftur staðreynd: Ég lokaðist inní honum eins og í hverju öðru herbergi. Ég var lokuð inni í mörgu fólki og man ekkert síðan hvenær. (57) Nánast frá fyrsta degi veit hún að hún ætti að forða sér, en gerir það ekki. Elsk- huginn kallar hana „alvörukonu“ í fyrsta ljóðinu, en reynir þó að breyta henni eftir sínum eigin geðþótta. Í Ljóði um ástina og gleymskuna (12) rær Elísa- bet á gamalkunn mið, þar sem hana langar að gleyma sér og týna sér í elsk- huganum. „Gleyma gleyma gleyma/öllu nema þér“. Þetta kallast á við bókina Heimsóknartíminn – saga úr lokaða herberginu (2010) þar sem hún glímir einnig við innilokun og óraunveruleika- tilfinningu sem gengur svo langt að hún gleymir nafni sínu, því að hún eigi börn og flestu sem hefur komið fyrir hana. Hún horfir á líf sitt eins og því hafi verið lifað af annarri manneskju sem ber sama nafn. Þar ræðir hún við „vörð- inn“ sem reynir að koma henni í skiln- ing um sannleikann og fá hana til þess að sætta sig við það sem hefur gerst. Í þriðja ljóðinu í Engum dansi við Ufsaklett sýnir elskhuginn henni yfir- gang og hin þroskaða Elísabet (sú sem skrifar ljóðin nokkrum misserum seinna) furðar sig á því að hún skuli ekki hafa forðað sér. Ég skil ekki af hverju ég gekk ekki út en kannski vissi ég ekki hvar dyrnar voru. (13) Víðar leitar hún að dyrum, en kemst ekki í burtu þótt skynsemin segi henni að forða sér sem skjótast. Elskhuginn vill ekki halda í höndina á henni þegar þau fara í leikhús eða bíó og hún furðar sig á því að hún skuli ekki standa upp úr sætinu, en „Kannski eru engar dyr á bíósalnum“ (51). … þú læstir mig inni og hentir lyklinum Verk Elísabetar Jökulsdóttur litast mjög af þrá hennar eftir föður sem hafnaði henni ungri og lést þegar hún var um tvítugt. Erfiðleika sína í nánum tilfinn- ingasamböndum rekur hún oftar en ekki til föður síns: … og þá fatta ég að ég er haldin sorg sem er að mergsjúga líkamann sorgin er eins og óværa og ég vil ekki losna við sorgina því þá ætti ég engan pabba sorgin er staðgengill pabba míns … (46)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.