Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 62
62 TMM 2015 · 3
B ó k m e n n t a h á t í ð
er persnesk kvikmyndagerðarkona sem átti vart afturkvæmt til heima-
landsins nema segja skilið við starf sitt. Hún fékk vinnu hjá Lionhearts
kvikmyndaverinu og var síðast þegar ég vissi orðin andlit einhverrar sjón-
varpsstöðvar í Kaliforníu. H. M. Naqvi skrifaði skáldsögu um nokkur
pakístönsk slam-skáld sem leituðu að nýrri sjálfsmynd eftir árásirnar á
tvíburaturnana í New York. Það er talsvert mikið að gerast í arabískum
og austurlenskum bókmenntum um þessar mundir. Þótt höfundarnir séu
eins fjölbreyttir eins og þeir eru margir má greina ákveðið andóf í verkum
margra. Kannski skiljanlega. Þar sem veröldin er fjarstæðukennd og maður
beitir orðunum til að tjá sig um hana er ekki skrýtið að oft sé stutt í hörkuna.
Sögur Blasims eru harðar en yfir dramatíkinni ríkir látlaus deyfð sem kall-
ast á við breytingarleysið og vönunina. Ég er mjög feginn að hann komst til
Finnlands, fyrst rödd eins og hans er ekki liðin í átthögunum.
***
Í viðtali við enska þýðandann sinn, Jonathan Wright, segist Hassan Blasim
ekki vilja detta í klisjur. Hann hefur forðast þær. Hann forðast þær með því
að skrifa um forna anda sem naga rússneska hermenn úr Vetrarstríðinu 1918.
Hann skrifar um rotnandi höfuð í sjúkrabifreiðum sem ferðast fram og aftur
brýrnar yfir Tigris og um ástríðufullan fótboltaþjálfara í hjólastól með kíki.
Hann segist vel geta hugsað sér að skrifa skáldsögu um finnska skóga. Aftur
dettur mér Rimbaud í hug: Skógurinn sem vildi vera fiðla. Hann segist hugsa
lengi um sögurnar sínar. Tvo, þrjá mánuði áður en hann byrjar. Kannski er
það þess vegna sem þær eru svona þéttar. Hann lokar hurðinni og byrjar að
skrifa. Trén vaxa hratt í finnskum skógum. Sagan verður til á einum degi.
Hann segir að smásagan sé vinaleg. Ekki of skáldleg eða heimspekileg. En
bækur eru tákn um frið. Sá sem skrifar bækur er ekki stríði við neinn. Bækur
eru sáttahönd í átt að illskunni. Og þótt Blasim sé án efa rólegri maður en
margar persóna hans þá má kannski finna samhljóm milli baklandsins og
þess sem verður fyrir penna hans. „Fólk sem er hrætt gerir hvað sem er fyrir
þig. Ef einhver segir þér að Guð banni þetta og hitt eða að eitthvað sé rangt
þá skaltu sparka í rassgatið á honum, því guð veit ekkert í sinn haus. Þetta
er þeirra guð, ekki þinn guð. Þú ert þinn eigin guð og þetta er þinn dagur.“
Hann segist lesa og skrifa bækur til að skilja lífið. Hann segist alltaf hafa
lesið mikið en var skammaður fyrir að eyða í þær peningum þegar hann var
strákur í Írak. Í sama viðtali við Wright segir hann að allir íraskir höfundar
sæki innblástur í Marquez og Kafka, höfunda sem bjuggu við um samfélags-
legt umrót og tókust á við það í skáldskapnum. Svo dóu þeir. Ekki af kebab-
sprengju eða baunatundri eins og í sögum Blasims. Þeir dóu á annan hátt.
Allt gerist með öðrum hætti. Það er ekki sjálfgefið fyrir íraskan rithöfund
sem var hrakinn að heiman og ferðaðist vesturleiðina gegnum Íran, Tyrk-
land og Búlgaríu og endaði í Finnlandi að kaupa sér sokka í H&M áður en