Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 47
Þ v í m e i r a fa n n f e r g i þ v í m e i r a f j ö r TMM 2015 · 3 47 því hann hefur samið barnabók, ljóðabækur, smásagnasöfn, leikrit og skáld- sögur. Hann er með léttan og leikandi stíl sem heillar mig. Landi hans Linn Ullmann hefur líka skrifað magnaðar bækur. Þegar kemur að ljóðlistinni sæki ég mest í íslensk skáld. Uppgötvun ársins er Alda Björk Valdimarsdóttir sem gaf út ljóðabókina Við sem erum blind og nafnlaus nú í vor. Gerður sýnir mér líka bækur eftir norska höfundinn Tomas Espedal. Í einni bókinni blandar hann saman ljóðum, dagbókum, bréfum. Hún talar um að stundum langi sig til að skrifa bara um eitthvað án þess að vera að vinna að neinni ákveðinni bók. Ég held ég skilji hvað hún á við. *** Næsta spurning: Áttu þér uppáhaldssögupersónu? Um þessar mundir eru það eiginkonurnar í skáldskap Gyrðis Elíassonar, eins og til dæmis sú sem lýsir yfir vanþóknun sinni á múrenum í Hita beltis- fisknum í Koparakri. Ég væri alveg til í sérbók um hana. Uppáhaldspersóna í raunverulega lífinu? Synir mínir. *** Ég fullyrði að þú hafir brotið blað í sögu ljóðlistar. Viltu segja mér frá ljóðabókunum þínum? Ísfrétt var ort þegar ég var í Háskólanum og líka þegar ég var í starfsþjálfun í menningardeild danska ríkissjónvarpsins í Kaupmannahöfn haustið 1993. Þá hafði Halldór Guðmundsson þáverandi útgáfustjóri hjá Máli og menn- ingu sagt að hann myndi líklega gefa út þessa bók. Ég hringdi reglulega í hann úr klinksímum til að fá endanlegt svar og hélt áfram að yrkja ljóð í bókina þarna úti. Þess vegna er þar að finna eilítinn söknuð og depurð – annars hafði ég það býsna gott í Kaupmannahöfn. Ég tók ljóðin hans Hannesar Sigfússonar með mér út, man ég, og Kaupmannahafnarbók (1961) Björns Th. Ísfrétt kom út vorið 1994 þegar ég var komin aftur heim og farin að vinna fyrir mér sem blaðamaður. Skáldskapurinn og blaðamennskan hafa alltaf haldist í hendur hjá mér. Viðbrögðin við Ísfrétt voru góð. Ég var að vinna hjá vikublaði sem hét Eintak þegar við blaðamennirnir urðum allt í einu vör við að Ingunn Ásdísar dóttir bókmenntafræðingur flutti um hana svona líka fínan ritdóm í útvarpinu. Við hækkuðum í tækinu og hlustuðum öll á ritstjórninni. Þetta er töfrum slungin stund í minningunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.