Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 12
S t e i n d ó r J . E r l i n g s s o n 12 TMM 2015 · 3 hugmyndafræði.22 Rithöfundurinn hefur hins vegar engan áhuga á þessari útgönguleið heldur er það spurningin um raunverulegt sjálfsvíg sem heillar hann.23 Niðurstaða Camus er sú að þrátt fyrir að við búum í merkingar- lausum heimi sé sjálfsvíg aldrei réttlætanlegt. Í því sambandi biður Camus lesandann um að ímynda sér Sisyfos, sem dæmdur var af grísku guðunum til að ýta stórum steini aftur og aftur upp fjallshlíð að eilífu, hamingjusaman.24 Forsenda niðurstöðunnar er auð vitað geta einstaklingsins til að lifa sáttur í þessum heimi. En hvað með þá sem ekki geta framið heimspekilegt sjálfsvíg og lifa því ósáttir í þögulli veröld? Levi Ítalski gyðingurinn, efnafræðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi (1919– 1987) upplifði um ellefu mánaða skeið fjarstæðu heimsins á versta stað sem mannkyn hefur búið til, Auschwitz. Hann gerði reynslunni skil í tveimur aðdáunarverðum bókum, Se questo è un uomo (Sé þetta maður, 1947) og La Tregua (Vopnahléð, 1963). Eins og Levi benti á, ári fyrir andlát sitt, var hann guðlaus við komuna í búðirnar og yfirgaf þær án nokkurrar guðstrúar. Raunar staðfesti reynslan vantrúna, enda vandfundið svar við spurningum eins og: „Af hverju voru börnin send í gasið?“25 Þrátt fyrir þetta staðhæfir Levi að hinum trúuðu hafi vegnað betur í búðunum en skoðanabræðrum hans. Trúin sem valin var til þess að fremja eða viðhalda hinu heimspekilega sjálfsvígi skipti ekki máli, eins og Camus benti á 44 árum áður. Kaþólikkar, zionistar, marxistar, vottar jehóva, „allir áttu sameiginlega bjargfasta vissu um mátt trúar sinnar. Alheimur þeirra var víðfeðmari en okkar, útbreiddari í tíma og rúmi, umfram allt skiljanlegri.“ Galdur þeirra lá, að mati Levis, í sæluríki morgundagsins, sem réttlætti fórnir einstaklinganna, „staður í himnaríki eða á jörðu niðri þar sem réttlæti og samúð höfðu yfirhöndina, eða myndi fara með sigur af hólmi jafnvel í fjarlægri en öruggri framtíð: Moskva, eða jarðnesk eða himnesk Jerúsalem“.26 Heimspekileg svartsýni Levis27 kom í veg fyrir að hann gæti nýtt sér veraldlegar útópíur samferða- manna sinna. Innsæi Levis hefur á undanförnum tuttugu og fimm árum endurtekið verið staðfest í rannsóknum sem tengjast tilvistarkenningu innan félags- sálfræðinnar.28 Hér er um að ræða kenningu sem á ensku heitir Terror Management Theory, og felur í sér að árangursrík stjórnun á hræðslunni og óörygginu sem fylgir lífi hverrar manneskju sé „trú á merkingu menningar- legrar heimsmyndar og vissa fyrir því að maður sé verðmætur þátttakandi í þessum merkingarbæra heimi“.29 Auk trúarbragða og annars konar hug- myndafræði þá virðast vísindi falla undir þennan hatt.30 Með því að tengjast þessum heimsmyndum byggir einstaklingurinn upp sjálfstraust sem heldur „kvíða og öðrum neikvæðum tilfinningaviðbrögðum (þunglyndi, svartsýni, einmanaleika og árásargirni) lengra í burtu frá meðvitundinni.“31 Það þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.