Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 81
D av e E g g e r s TMM 2015 · 3 81 Starf 826 miðstöðvanna er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og þjónustar fyrst og fremst hverfi og skóla fátækari nemenda þar sem þörfin er hvað mest. Í ljósi frábærs árangurs þeirra sá Eggers að ekki væri hægt að láta staðar numið við grunnmenntun nemenda og því stofnaði hann góðgerðar- samtökin ScholarMatch árið 2010. Markmið samtakanna er að allir nem endur eigi kost á háskólagöngu óháð efnahag og aðstæðum. Starfsemin er þrí þætt, nemendum af lágtekjuheimilum er boðið upp á ókeypis námskeið og aðstoð við að undirbúa háskólaumsóknir (nemendurnir koma að jafnaði úr skólum þar sem einn námsráðgjafi er á hverja 500 til 800 nemendur), stuðningsnet þegar í háskólann er komið og síðast en ekki síst notast þau við hópfjár- mögnun á netinu til að hjálpa nemendunum að safna fyrir skólagjöldum. Enn sem komið er eru ScholarMatch lítil samtök á bandarískan mælikvarða en þau aðstoða þó 500 nemendur á ári við að komast í háskóla og brottfalls- hlutfall þeirra nemenda er langt undir landsmeðaltali 5. Áhrifa Dave Eggers gætir ekki eingöngu á meðal bandarískra nemenda. Árið 2003 hitti Eggers ungan súdanskan flóttamann, Valentino Achak Deng, einn „Týndu drengjanna“ frá Súdan. Eggers tók að sér að segja sögu hans og eftir fjögurra ára vinnu kom út bókin What Is the What (eina bók Eggers sem hefur verið þýdd á íslensku 6). Allan ágóða af bókinni notuðu Eggers og Deng til að stofna The VAD Foundation sem vinnur að samfélagslegum þróunar- verkefnum í Suður-Súdan. Fyrsta verkefni stofnunarinnar var að reisa og reka gagnfræðaskóla í heimabæ Deng, bjóða stúlkum jöfn tækifæri til náms á við drengi og auka læsi á meðal barna og fullorðinna. Áhrifamáttur orðsins er mikill og Eggers hefur verið óþreytandi í að beita skrifum til samfélagsbreytinga. Árið 2005 gaf McSweeney’s út bókina Surviving Justice í ritstjórn Eggers þar sem hann tók saman sögur þrettán einstaklinga, sem höfðu verið ranglega dæmdir til fangelsisvistar í Banda- ríkjunum. Sögurnar snerust ekki bara um atburðina, sem urðu til þess að einstaklingarnir voru dæmdir, heldur einnig um líf þeirra eftir að þeir voru frelsaðir og hvaða áhrif fangelsisvistin hafði haft á þá. Bókin gat af sér góðgerðarsamtökin Voice of Witness sem taka saman munnlega sögu fórnarlamba mannréttindabrota víða um heim. Markmið samtakanna er að auka samkennd og fá fólk til að horfa á „mannlega þáttinn“ í mannrétt- indabrotum. Fjölmiðlar einblína gjarnan á brotin sjálf en þolendurnir verða einfaldlega að tölfræði. Því hafa samtökin gefið út ritröð sem nú telur sextán bækur og hefur sagt sögur einstaklinga sem meðal annars lifa undir hernámi í Palestínu, hafa orðið fyrir misrétti yfirvalda í kjölfar fellibylsins Katrínar eða laganna sem kennd eru við Patriot Act í Bandaríkjunum, eru fórnarlömb nútímaþrælkunar eða búa við óviðunandi húsakost. Í bókunum fær þetta fólk að segja sögu sína sem manneskjur en ekki bara fórnarlömb og í leiðinni er augum umheimsins beint að vanda þeirra. Vandamál heimsins eru það mörg að Dave Eggers getur sennilega ekki leyst þau öll en það þýðir ekki að hann reyni það ekki. Og ekki eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.