Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 61
H n í fa r n i r s e m h v e r fa TMM 2015 · 3 61 gerði áhlaup á húsið. Hún stakk okkur í fangelsi og lúbarði okkur. Þegar niðurlægingunni var lokið náðum við andanum og byrjuðum að kynnast hinum föngunum. Einn af þeim sem við spjölluðum við var ungur Íraki sem hafði verið fangelsaður fyrir að selja hass.“ Áttavitinn sem drengurinn hefur í fórum sínum reynist heilagur gripur, enda fátt mikilvægara í áttlausum heimi en að eiga tæki sem vísar manni á réttan stað. Vitinn ber skynbragð á umhverfið og vísar eigandanum á bæði gott og illt. Hann er fægður og yfir honum eru felld tár, en þó eru fáir sem rata heim til sín. Eina skynsamlega leiðin virðist sú að leggja á flótta. Fara burt úr þessu stríðshrjáða landi og hörmungunum sem þjaka mann. *** Nokkrum árum eftir komuna til Finnlands hóf Blasim að gefa út sögur sínar og hafa þær síðan átt velgengni víða að fagna. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Þær hafa hlotið margs konar viðurkenningar eins og bresku Independent-verðlaunin fyrir þýdd verk og ensku Pen-verðlaunin. Krítíkin víða um heim er meira og minna linnulaust lof. Samt er þetta varla það sem við köllum „aðgengilegar bókmenntir“. Aðgenginu er snúið við þannig að sögurnar ganga inn í mann. Póesían er svo hrá að maður finnur nánast lyktina af öllum sviðnu og afhoggnu hausunum á meðan gömul sinfónía ómar yfir vígvöllinn, eins og í sögunni Veruleikinn og hljómplatan. Á bakvið stríðsrykugt sviðið er fólk sem á sér vonir og drauma sem auðvelt er að tengja við. Sögurnar eru mennskar, ágengar en líka stundum fyndnar og skemmtilegar. Húmorinn er svartur því sviðið er svo myrkt. Oftar en einu sinni datt mér franska skáldið Rimbaud í hug við þýðingu þessara sagna, til dæmis Drukkna skipið, þar sem ljóðmælandinn feykist um í öldum og hryðjum sem stíga takt við línurnar í ljóðinu. Í matarboði snemmárs með öðrum höfundi að austan, hinum íslensk- palestínska Mazen Marouf, bárust sögur Blasims í tal og hann sagði mér að fleiri höfundar frá þessum heimshluta tækjust á við ástandið með svipuðum hætti. Á meðan heilu borgirnar eru sprengdar í loft upp og hundruð fólks drukkna árlega í Miðjarðarhafinu á flótta undan hörmungunum heima- fyrir ná nokkrir sem betur fer í höfn. Mörgum rithöfundanna í þeirra hópi er tíðrætt um ofbeldi, kveða lesandann niður í drullupytt af ógeði og hryll- ingi, en jafnframt er öllu tekið sem sjálfsögðum hlut. Þetta þýðir þó ekki að allar arabískar bókmenntir verði felldar undir sama hatt, langt frá því. Fyrir fáeinum árum eyddi ég tveimur mánuðum í Bandaríkjunum í hópi 40 erlendra höfunda frá flestöllum heimshornum og þar af voru nokkrir frá mið-austurlöndum. Ghada Abdel Aal var þá orðin býsna fræg fyrir þétt blogg um stöðu kvenna í araba-heiminum. Hún skrifaði sögur sem vöktu gríðarlega athygli heimafyrir og mér sýnist hún fá að meðaltali 1.871 like á hverja nýja prófílmynd sem hún setur inn á Facebook. Farangis Shiapour
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.