Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 48
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 48 TMM 2015 · 3 Og næstu ljóðabækur … Já, tíminn leið og ég fór að vinna hjá tímaritaútgáfunni Fróða og skrifaði skáldsögu og smásagnasafn, en árið 2000, sex árum eftir að Ísfrétt kom út, birtist ljóðabókin Launkofi. Þar lagði ég í eilítið lengri ljóð en í fyrstu bókinni og persónulegri. Sjö ár liðu síðan á milli Launkofa og Höggstaðar. Mér hefur alltaf þótt óskaplega hátíðlegt að gefa út ljóðabók, það er svo mikið spari. Í Höggstað eru ljóðin orðin enn persónulegri. Ég safna þessum ljóðum á löngum tíma. Ég vinn að ljóðagerð jafnt og þétt en er ekki hraðkvæð. Landamæragæslan hefur alltaf verið ströng í ljóðheimum mínum en ég hef verið að reyna að opna þau sífellt meira. Ég hætti í blaðamennskunni fyrir ellefu árum til að geta sinnt rit höf undar- starfinu í fullu starfi. Ég hafði komist að því þegar ég dvaldi nokkra mánuði í fríi frá blaðamennskunni í Nice í Suður-Frakklandi að hugmyndunum snjóaði að mér þegar ég þurfti ekki að velta því fyrir mér hvað ætti að vera á forsíðu næsta Mannlífs. Mig langaði líka til að fá tóm til að lesa meira og fylgjast betur með því sem var að gerast í bókmenntaheiminum. Ég reyni að lesa sem mest og er tíður gestur Borgarbókasafnsins og bókasafns Norræna hússins. Áhuga minn á sögunni um Frey og Gerði Gymisdóttur sem sagt er frá í Skírnismálum, einu Eddukvæða, má rekja til þess þegar ég var barn og hnaut um Goð og garpa eftir Brian Branston í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á bókasafninu. Ég hafði líka mikinn áhuga á mannanöfnum svo fyrsta þekkta konan sem hét Gerður hlaut að vekja athygli mína. Haustið 2008 var ég úti í Stokkhólmi og byrjaði að yrkja Blóðhófni (2010) þar. Tveimur árum síðar (2012) komu Strandir síðan út. Þar er líka að finna bálk sem heitir Skautaferð. Árin á undan hafði ég ferðast víða á bókmenntahátíðir til að lesa upp, til Indlands, Úganda og fleiri framandi landa sem ég hafði aldrei átt von á að fá að sjá. Þessir staðir fengu ljóð í Ströndum. Á sama tíma var Skautaferð líka að verða til og því fengu lesendur Stranda stök ljóð og einn bálk. *** Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Friður, ró og sátt. Hvað óttast þú mest? Febrúar. Hvað kanntu best að meta í eigin fari? Vinnusemi. Hvað kanntu best að meta í fari annarra? Bjartsýni og húmor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.