Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 119
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 119 Pico della Mirandola hafði kennt að guð hafi skapað manninn síðastan í sköpunar- verkinu til þess að hann mætti þekkja lögmál alheimsins, elska fegurðina í því sem var skapað, dást að mikilleika þess. Og manninum var gefið frelsi viljans og hjartans. Skaparinn hafði sagt við Adam: Þig hef ég í miðjan heiminn niður sett að auðveldlegar megir þú augum skoða og allt það sjá sem þar býr. Hvorugi hef ég þig himneskan skaptan né ið heldur jarðneskan, ei dauðlegan né ódauðlegan alleinasta svo að frjáls sér þú að uppvaxa í þér sjálfum og yfir sjálfan þig að stíga. Sökkva mátt þú niður í dýrsins mynd, og þó nýr fæðast aftur til líkingar hins guðlega …67 Pico della Mirandola fór um tvítugt til Parísar sem þá var höfuðvígi aristótelískrar skólaspeki. Í kjölfarið fór hugur hans að beinast að samþætt- ingu allrar speki og helstu trúarbragða og það var af þeim sökum að hann dró saman og lagði fram 900 tesur úr ólíkustu áttum sem hann hugðist verja. Með þessum 900 tillögum taldi hann að sætta mætti heimspeki fornaldar og miðalda, kristinn sið, múslímskan og gyðingdóm. En páfinn Innocensíus VIII. hafði aðrar hugmyndir og lagði bann við þessari uppákomu eftir að tesurnar höfðu verið prentaðar árið 1486 og þeim dreift. Síðar gaf hann út tilskipun um að allt prentað upplag skyldi brennt.68 Það sem átti að verða formáli að þessari miklu vörn eða málþingi er ræða sú sem á ensku kallast Oration on the Dignity of Man og er það einn víðles- nasti og mest tilvitnaði texti endurreisnarinnar.69 Og eins og Thor þá hefur Pico trú á manninum, enda ræða hans einskonar stefnuyfirlýsing húman- isma endurreisnarinnar. Sá húmanismi sem Pico boðaði var auðmjúkur þó að maðurinn væri þar hlaðinn lofi, en þessi húmanismi var einnig fullur af tvíhyggju þar sem manninum var skipað í virðingarstöðu næstum á eftir englum Guðs. Það sem er einna athyglisverðast í tilvitnuninni hér að ofan er sú staðreynd að í raun lýsir Pico manneskju sem er kastað út í heiminn og á að bjarga sér þar sjálf, líkt og manneskjan sem Blaise Pascal og Heidegger greina frá – og manneskjan sem Thor skoðar og segir okkur frá hvernig farnast í baráttu sinni við heiminn. Í manninum búa bæði vondir og góðir eðlisþættir og skilja má að það sé undir honum sjálfum komið hvernig hann spili úr því sem er að finna í alheimi. Hann er hvorki dauðlegur né ódauðlegur, hvorki himneskur né jarðneskur. Hinn frjálsi vilji getur leitt okkur í niðurlægingu og alið á dýrseðlinu í okkur en hann getur líka hafið okkur hátt og gert okkur líkust englum. Pico taldi frelsi undan valdboði manna og trúarlegum kreddum nauð- syn legt til að einstaklingurinn gæti þroskað þann guðlega neista sem byggi í hverjum manni og leitað fullnustu í guðdómnum, en að því taldi Pico að hver maður ætti að keppa.70 Það er einmitt þessi neisti sem er vakinn hjá Thor Vilhjálmssyni í Assisi og það er þessi neisti, kannski það sem stundum er kallað lífsneisti og skorti svo sannarlega ekki hjá Thor, sem kveikir þá hugmynd höfundarins að skrifa sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.