Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 83
D av e E g g e r s TMM 2015 · 3 83 Frásögn lýkur Greinarhöfundur hefur ekki fengið tækifæri til þess að segja frá því hversu frábær rithöfundur Dave Eggers er. En vonandi verður heimsókn hans á Bókmenntahátíð í Reykjavík íslenskum rithöfundum og almenningi öllum innblástur til góðra verka, sérstaklega þegar kemur að því að kveikja neista á meðal yngstu kynslóðarinnar því þar býr sköpunargleðin og krafturinn sem samfélagið okkar þarf á að halda. Hefðbundið niðurlag9: Dave Eggers býr í Norður-Kaliforníu ásamt konunni sinni, rithöfundinum Vendela Vida, og tveimur börnum. Hann er ekki með internetið heima hjá sér því þá myndi hann gleyma sér á Youtube að horfa á Kajagoogoo mynd- bönd. Þess í stað leggur hann bílnum sínum reglulega fyrir utan nálæga timbursölu og laumast á þráðlausa netið þar. Tilvísanir 1 Nei, ég fékk ekki að gera það. Bókin er 496 blaðsíður og hefði því aldrei komist fyrir. En hún er 496 blaðsíður (auk formála) af hrífandi og einlægri frásögn sem ég mæli með að allir lesi. 2 Þvert á það sem titilinn gefur til kynna var tímaritið gefið út tvisvar til þrisvar á ári í upphafi. Í dag kemur það þó út fjórum sinnum á ári og verða áskrifendur því ekki sviknir af kaupunum. 3 Tímaritið og bækurnar voru prentuð á Íslandi þar til krónan var orðin of sterk gagnvart dollar- anum, sem er sérkennileg tilhugsun í dag. 4 En það er ennþá pláss hér. You Shall Know Our Velocity (2002), skáldsaga um tvo vini, sem eftir fráfall þess þriðja, leggja í vikulanga heimsreisu til þess að reyna að gefa pening, sem þeim þóttu þeir ekki eiga skilið. How We Are Hungry (2004), smásagnasafn. What Is the What: The Autobiography of Valentino Achak Deng (2006), skáldsaga byggð á sannri sögu súdansks flóttamanns. Zeitoun (2009), sönn saga sýrlensk-amerísks manns sem lagði af stað í kanó til að bjarga nágrönnum sínum eftir fellibylinn í New Orleans en endaði með því að vera handtekinn að ástæðulausu fyrir innbrot í eigið húsnæði. The Wild Things (2009), skáldsaga byggð á handriti Eggers að kvikmyndinni Where the Wild Things Are og samnefndri barnabók Maurice Sendak. A Hologram for the King (2012), skáldsaga um útbrunninn amerískan sölumann sem ferðast til Sádi-Arabíu í þeim tilgangi að tryggja sér viðskiptasamning. The Circle (2013), skáldsaga um unga konu sem hefur störf hjá gífurlega valdamiklu samfélags- miðlafyrirtæki, sem er auðvitað ekki allt þar sem það er séð. Your Fathers, Where Are They? And the Prophets, Do They Live Forever? (2014), skáldsaga um mann í leit að svörum, öll rituð sem samtal. Visitants (2015), safn ferðasagna Eggers frá síðustu 20 árum. 5 Brottfall nemenda sem fara í gegn um ScholarMatch er 9% á móti 33% landsmeðaltali. 6 Hvað er þetta hvað? Rúnar Helgi Vignisson þýddi. Bjartur, 2008. 7 Bókunum og samtökunum, sem nefnd eru í þessari grein, hefur Eggers unnið að í samstarfi við hóp hugsjónafólks sem greinarhöfundur hefur ekki nefnt því greinin er jú um Dave. 8 Hefði kannski átt að koma fyrr, en samhengið … 9 Eftir á að hyggja er greinin frekar hefðbundin svo þessi millifyrirsögn er kannski óþörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.