Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 109
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 109 saman“26 um safnið líkastur manneskjunni sem kastað er út í heiminn, líkastur Adam í Paradís áður en Guði hugkvæmdist að gefa honum mál. Eftir að syndafallið hefur komið manninum í bága stöðu verður hann, samkvæmt gyðinglegri forskrift, að vona á Messías, að hann komi að leið- rétta það sem úr lagi hefur gengið. Við uppgang nasismans – og seinna undir skugga helsprengjunnar sem Thor lifir við – er uppi samfélagslegt ástand sem ekki getur flokkast sem neitt annað en hryllingur. Og þarf svo sem ekki viðlíka viðbjóð til að virkja vonina um Messías. Ljóskerið í texta Thors, sem lýsir upp „hrjóstrugt næturlandslag“ í huga svartklæddu konunnar, er af þessum toga; ljós sem bætir og gerir heilt, enda lagast gigtarverkurinn við þessa uppljómun. En umfram allt eru sjálf Rem- brandt-málverkin í þessu hlutverki. Þau eru þess megnug að bæta Thor og konuna enda hafa þau magnaðan kraft. Réttlætið fæst með lærdómi og endurlausn fyrir tilstilli þekkingar. Þá speki er gyðingnum uppálagt að drekka í sig frá blautu barnsbeini, þessi viska er enn einn boðskapurinn sem Benjamin hendir á lofti úr Mósebókunum.27 Og maðurinn á að læra af reynslunni sem á að færa honum réttlæti að lokum, reynslunni af hryllingi fortíðar, samtíðar og framtíðar. Benjamin segir: „En það sem beinir manni til fjarlægs tíma er reynslan sem veitir honum inntak og greinir hann sundur. Því er uppfyllta óskin kórónan sem krýnir reynsluna.“28 Hér birtist – reyndar með ögn breyttum hætti – hugmyndin um hinn messíanska mátt. Og í raun er messíanisminn hér algjör því mynd- málið um krýninguna fullkomnar þá hugmynd að um dulúðuga uppfyllingu sé að ræða. Konungs konunganna er vænst. Vænting þess sem mun verða – eða getur orðið – er byggð á reynslu. Hér er vísað til reynslu kynslóðanna sem gengið hefur mann fram af manni í tungumálinu sem er „órækur vitnisburður þess að minnið er ekki tæki til að kanna fortíðina, heldur leik- svið hennar.“29 Hér á Benjamin við það að minnið stuðli að sviðsetningu. Fortíðin getur brotið sér leið í myndum hugans til andartaksins sem lifað er hverju sinni; þannig er og hugveran leikstjóri þess leiks sem minnið sviðsetur. Sá sem man sviðsetur núna og núna og aftur núna í hverri andrá það sem var en með valkvæðum hætti – eða hvað? Síðan er það spurningin hvort um er að ræða tækni minnisins eða tækni gleymskunnar. Frammi fyrir málverkum Rembrandts hefur Thor orðlaus sett á svið lítið tableau vivant, uppstillingu úr minninu, upprifjun úr fortíð sem eins og óvænt kallar til framtíðar. Messías er í nánd en gömul svartklædd kona ber með sér andblæ hans: „Og gömul kona situr svartklædd á stól“ etc. etc. Þegjandi kryfur Thor veru gömlu svartklæddu konunnar og það er engu líkara en að hann leiti í smiðju Benjamins í túlkun sinni á þögn hennar og nærveru. Hann „talar“ mál tjáningarinnar þegar hann „les“ þessa konu sem virðist mæta fortíð sinni á þessum stað með þetta forvitna vitni, Thor. Myndlestur skáldsins hefur nú færst frá gamalli mynd yfir á gamalt en samt síungt mótíf. Sagan vitjar hennar, kannski er það fallinn sonur úr umsátrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.