Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 74
74 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Árið 2009 var fjórum fyrrnefndum bókum safnað saman og þær gefnar út undir titlinum Veiðimenn bókstafa (Cazadores de letras). Síðasta bók Shua með örsögum kom út árið 2011, Fyrirbæri úr fjölleikahúsi (Fenómenos del circo) og hefur að geyma 137 sögur. Þær snúast allar um lífið í fjölleika- húsinu og sögu þess: listamennina, dýrin, skrímsli, viðundur og ýmis furðu- fyrirbæri þar sem margar sögulegar persónur skjóta upp kollinum. Líta mætti á þetta verk sem eins konar sagnasveig og jafnvel einnig Syfjur. Nokkrar bækur með örsögum þessa eðlis hafa verið skrifaðar af höf- undum frá Rómönsku Ameríku, svo sem Haugfé (Ajuar funerario, 2004) eftir Fernando Iwasaki (1961) frá Perú, sem allar tengjast dauðanum á einn eða annan hátt, Fótbolti í sól og skugga (El fútbol a sol y sombra, 1995) eftir Úrúgvæmanninn Eduardo Galeano (1940–2015) um fótbolta, og ef því er að skipta stórverkið Minningar um eld (Memorias del fuego) eftir sama höfund, þrjú bindi (sem út komu 1982, 1984 og 1986) með stuttum textum – örsögum sem spanna sögu Ameríku frá tímum frumbyggja til nútímans. Shua hefur stundum verið nefnd drottning örsagna og helsti arftaki Augustos Monterroso; það er ekki lítil viðurkenning í ljósi þess að margir af frumlegustu höfundum álfunnar hafa fengist við stutta prósatexta af ein- hverju tagi, ekki síst landar hennar sem voru nefndir hér í upphafi. Barna- og unglingabækur Shua skipta tugum og kom sú fyrsta út 1988. Bækur hennar með endursögnum á ævintýrum og þjóðsögum eru orðnar margar talsins, hátt í tuttugu. Aðspurð hvers vegna þjóðsagnaarfurinn sé henni svo mikilvægur svarar hún: „Einfaldlega vegna þess að þjóðsögur eru bestu sögur í heimi.“3 Shua er margverðlaunaður höfundur, bæði innanlands sem utan. Síðustu verðlaunin hlaut hún árið 2014 fyrir smáprósa sína og smásögur. Það voru Þjóðarverðlaun Argentínu og Konex de Platino verðlaunin. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Bæði smásögur hennar og örsögur hafa birst í safnverkum á mörgum tungumálum. Tilvísanir 1 Dahl Buchanan, Rhonda. „Entrevista con Ana María Shua“. Í El río de los sueños. Aproxi- maciones críticas a la obra de Ana María Shua. AICD (Agencia Interamaricana para la Cooper- ación y el Desarrollo), Washington, D.C., 2001, bls. 308, 313. 2 Sama verk, bls. 320. 3 Sama verk, bls. 318.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.