Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 122
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 122 TMM 2015 · 3 spinna þráðinn þannig að mín skáldbygging stæði. Þarna voru ýmsar víddir sem ég vildi láta ríma, vildi binda þær saman.““74 Þarna er Thor ekki að tala um ferðasögur sínar, en engu að síður er þarna vakandi þessi hugmynd um „ýmsar víddir“ sem þurfi að „láta ríma“ – og ekki bara það: Thor vill „binda þær saman“. Ferðasögurnar tilheyra þessu tímabili í höfundarverki Thors og þannig er ekki hægt að líta léttvægum augum þessi orð skáldins þar sem hann ýjar bæði að tvíhyggju og mystík. En mesta mystíkin felst í því hvernig Thor skrifar sig inn í aðra menn, Frans frá Assisi og Erasmus frá Rotterdam, þannig að mörkin verða óljós. Hið mystíska andartak er í fullkomnun sinni þannig, að mörk vitundar og dulvitundar verða óljós og einstaklingurinn rennur saman við eitthvað annað, flýtur líkt og í einhverju ómælishafi eilífðarinnar. Sigvaldi Hjálmars- son er líklega sá Íslendingur sem hvað mest og best hefur tjáð sig um upp- lifun hins mystíska andartaks: Og svo kemur það – eins og þruma eða blíður blær, tilefnislaust eða einsog af ein- hverju óverulegu tilefni, þegar minnst varir. […] Þú rennur saman við allt, bráðnar saman við allt sem er í kringum þig, einsog aðgreining vitundarlífsins sé skyndilega þurrkuð út. Vera má að þér finnist þú vera að deyja, jafnvel að þú deyir. Og það er ekki í þér nokkurt „ég“. Ég-ið er hætt að vera til. Um leið og ég-tilfinningin er horfin finnurðu greinilega að hún er ekkert annað en eitt af þessu rekaldi hugsunar- starfseminnar sem flýtur á stranda- og skerjalausu úthafi vitundarinnar …75 Þögnin sem Sigvaldi lýsir hér leiðir hugann að Heidegger og því sem hann kallar the deep stillness – hér er hún komin, þögnin undir Rembrandt-mynd- unum og hin helga þögn í Assisi. Þetta er mögnuð þögn, „sú þögn sem hávaði ekki rýfur, heldur er hún svo máttug að hún kæfir allan hávaða.“ Ég-ið hættir að vera til, segir Sigvaldi, og þegar ég-ið, það útþanda merkingartæki hins vestræna manns, hverfur þá opinberast auvirðileiki þess. Þessu nær Thor, hann leggur til hliðar sjálfan sig en slæst í för með andans mönnum frá löngu liðinni tíð. Þannig þurrkast út þau landamæri og línur sem hið efnis- lega hefur dregið upp í raunheimi og með sama hætti verða óljós í textum Thors skilin milli hans og þeirra meistara sem hann hefur kosið sér, Frans og Erasmusar. Thor var ekki einn við myndir Rembrandts í Sovétríkjunum þar sem hann batt saman orð og þögn með því að draga upp mynd sem innibar allt í senn list Rembrandts, mystík augnabliksins og leyndardóm sögunnar, en var um leið undirbúningur, eða vænting, þeirrar framvindu sem boðuð er með hingaðkomu Messíasar aftur og aftur. Í Assisi heldur Thor áfram að feta leyndardómsfulla braut sögunnar, hann nemur helgi staðarins og finnur í þeim leyndardómi það fegursta sem katólsk guðfræði geymir. Hann skynjar að illska heimsins verður viðráðanlegri séu meðul Frans frá Assisi notuð. Samlíðan og auðmýkt mannsins geta bjargað manninum, sætt mann og heim, en hrokinn tortímir og tæknin sem gengur út á að maðurinn setjist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.