Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 123
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“
TMM 2015 · 3 123
í sæti Guðs er ávísun á hörmungar. Í Erasmusi frá Rotterdam finnur Thor
mannlega en um leið andlega samsvörun, ganga Thors með Erasmusi og
skrifin þar sem þeir tveir renna saman í eitt er uppfylling, trúarleg og fagur-
fræðileg fullnusta – pleroma.
Sá Thor Vilhjálmsson sem skrifar ferðatextana sem hér hafa verið til
umfjöllunar er existensíalisti sem nærist í gegnum þá gnóstísku taug sem
liggur inn í stefnuna. Þá ber existensíalismi Thors með sama hætti í sér
þann trúarlega þráð sem liggur um Heidegger, guðleysi er fjarri en Guð mis-
nálægur.
Thor er umfram allt róttækur húmanisti sem styðst við þau klassísku fræði
sem hann hefur numið úti á vegunum þegar hann sjálfur var að brjótast gegn
veðrunum. Húmanismi Thors er í anda þess kristna húmanisma sem Pico
della Mirandola lagði fram og byggðist á fornri hefð tvíhyggju, ættaðri frá
Platoni og gnóstum. Thor leggur fyrir sig málið, þetta verkfæri skáldsins
sem byggir á guðlegri hefð og hann beitir því þannig að hann tínir út úr því
orðin þegar við á og setur þau niður á blað en mælir einnig með þögninni
þegar það á við.
Eins og Thor segir sjálfur þá eru ferðatextar hans ekki skýrslur um túr-
isma. Textarnir eru til marks um það hvar Thor stendur í heimi. Niðurstaðan
er sú að Thor stendur föstum fótum í heimi sem er um margt viðsjárverður,
fótfestan helgast af skilningi hans á sögunni og auðmýkt hans gagnvart því
sem hann ekki skilur í fyrstu en öðlast skilning á sökum auðmýktar.
Heimildir:
Ástráður Eysteinsson. „Í útlöndum: Um róttækni Thors Vilhjálmssonar“ bls. 71–87 í Fuglar á
ferð: tíu erindi um Thor Vilhjálmsson. Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands /
Háskólaútgáfan, 1995.
Benjamin, Walter. „Franz Kafka: Á tíundu ártíð hans“ bls. 68–106, þýð. Ástráður Eysteinsson og
Eysteinn Þorvaldsson í Fagurfræði og miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands, 2008b.
Benjamin, Walter. „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“ bls. 549–587, þýð. Árni Óskars-
son og Örnólfur Thorsson í Fagurfræði og miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2008g.
Benjamin, Walter. „Minni og endurminning“ bls. 63–65, þýð. Benedikt Hjartarson í Fagurfræði og
miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008d.
Benjamin, Walter. „Saga ljósmyndunar í stuttu máli“ bls. 483–511, þýð. Hjálmar Sveinsson í Fagur-
fræði og miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008h.
Benjamin, Walter. „Um mál almennt og um mál mannsins“ bls. 153–173, þýð. Börkur Yngvi
Jakobsson og Guðrún Kvaran í Fagurfræði og miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2008a.
Benjamin, Walter. „Um mynd Prousts“ bls 45–62, þýð. Benedikt Hjartarson í Fagurfræði og
miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008e.
Benjamin, Walter, „Um nokkur minni í verkum Baudelaires“ bls. 107–149, þýð. Gunnþórunn Guð-
mundsdóttir í Fagurfræði og miðlun. Reykjavík, Háskólaútgáfan / Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands, 2008c.
Benjamin, Walter. „Um söguhugtakið“ bls. 27–36, þýð. Guðsteinn Bjarnason í Hugur, 17. árg. 2005.