Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 34
H j a l t i H u g a s o n 34 TMM 2015 · 3 Þarna er presturinn kominn í nýtt, nútímalega sálrænt og innhverft milli- gönguhlutverk. Hann gengur ekki inn í það allra helgasta eða kórinn, lýkur ekki upp dyrum íkónóstasins. Heldur leikur hann hlutverk sitt á algerlega hugrænu plani, trúir fyrir fjöldann. Guðsafneitun og efi búin í búning sálfræði og sálgreiningar eru þó ekki einu strengirnir í guðfræði Hjartar, þar hljómar líka tvíburastrengurinn, strengur trúarinnar. Kominn örlítið neðar í glasið og tekinn lítið eitt að drafa játar hann: … það er ekki hægt að halda því fram að Jesús hafi verið frábær siðfræðingur og kennari eða húmanisti en ekki sonur Guðs. Annaðhvort afgreiðir maður hann – sem fífl, brjálæðing, skáldaða persónu – eða maður fellur að fótum hans og tilbiður hann sem son Guðs og þá ekki í óeiginlegri merkingu eins og ég hef reynt að komast upp með. – – – Jú, við verðum að horfast í augu við hræsnina í sjálfum okkur […] (63) – – – Það sem ég meina er að þessir hlutir skipta máli. Maður á að hafa metnað til að vera ærleg manneskja. Til hvers er maður annars að þessu? (64, sjá og 98) Undir vorið og sögulokin reynir Hjörtur loks að sýna Ölmu samstöðu. Það gerir hann fyrst í sjálfskönnun yfir glasi á Silfrinu: Hluti af mér er líklega öfundsjúkur út í þig, […] að þú skulir leyfa þér að kasta þér út í trúna eins og hún væri fljót og láta hana bera þig áfram. Ég þvæ mér upp úr henni en það geri ég krjúpandi á bakkanum. Ég þori ekki út í, eða vil það ekki, eða kannski er ég ófær um það. Kannski kann ég ekki að synda. (228) Síðar nálgast hann hana í hópi fermingarbarnanna: Þannig er að mér finnst nú yfirleitt að ég hafi rétt fyrir mér, eins og gengur, en ég er kominn að þeirri niðurstöðu að það væri lélegt af mér að viðurkenna ekki að Alma hefur líka rétt fyrir sér. Hún er okkur fyrirmynd í því sem skiptir sköpum í kristindómnum, en það er trúin sjálf. Í trúnni er ekkert pláss fyrir kaldhæðni eða fyrirvara af neinu tagi. Hún krefst þess af okkur að við einfaldlega hleypum henni að, hleypum henni inn í okkur. Nú, eða stígum inn í hana, eftir því hvernig maður vill sjá þetta fyrir sér. Ég fer ekki ofan af því að efinn er nauðsynlegur og skiljan- legur. Allir efast … – – – Jájá, gott og vel, en trúin er undirstaðan sem allt hvílir á. Við eigum að rækta hana með okkur fremur en efann. Efinn ræktar sig sjálfur. Kristindómurinn, samfélagið sem þið eruð í þann mund að ganga inn í, felst í því að treysta á Krist. Frelsarann. Í því felst trúin. Hún er traust á hið góða í heiminum. Að það sé einhvers megnugt. Að til sé afl sem breytt getur heiminum og öllum þeim sem vilja láta breyta sér. (250)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.