Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 87
N í g e r í u b r é f f r á N e w Yo r k TMM 2015 · 3 87 til gamla Íslands og mörgum okkar líkar ekki það sem við sjáum enn þann dag í dag. Sögumaður í Everyday is for the Thief fer í gegnum ferlið ærið ósáttur, hann á vissulega rætur að rekja til nígerískrar millistéttar, ef svo má kalla, sem hefur það örlitlu betra en megnið af þjóðinni, en þessi millistétt þarf að berjast við að ná endum saman í þjóðfélagi sem er svo gjörspillt og umvafið glæpum að ekki er á nokkurn hátt hægt að tala um öryggistilfinn- ingu borgarastéttarinnar. Í ofanálag hefur margt af því versta úr vestrænni menningu skotið rótum, þótt ekki sé það einhlítt. Þegar líða tekur á dvölina og hann hefur kynnst sínu gamla samfélagi þar sem hann ólst upp smitast hann ofan í allt saman af malaríu og þegar hann fær gamlan skólabróður í heimsókn, lögfræðimenntaðan mann, finnst honum nóg komið: – Ég er með malaríu. – Ó, ekki segja það. Ég botna ekki alveg í þessu. – Hvað meinarðu? Ég er með malaríu. – Ég á við að ég segi ekki „ég er með malaríu“. Þú veist að tungumálið er mjög öflugt. – Ó. Nú það er allt flott og fínt. En málið er, gamli vin, að ég er í alvöru með malaríu. Svo ég segi það. Ég hef verið hundveikur síðasta sólarhringinn. – Ég á við að það er það sem gerir þig veikan. Þú ert ekki veikur.7 Þetta er einhvern veginn hámark ögrunarinnar að mati sögumanns og hann snýr heim að heiman, flýgur hálfveikur til New York. Þangað kominn situr hann heima, svefnlaus í snævi þakinni borginni, og ein minning um Lagos líður aftur til hans, minning um götu í fátækrahverfi þar sem honum fannst hann sjá báta í geymslu, en þegar hann áttar sig betur sér hann að þar eru líkkistusmiðir að störfum: Það er reisn yfir þessari litlu götu með sín opnu ræsi og ryðguðu þök. Hér er ekkert predikað. Íbúar hennar þjóna einfaldlega lífinu með því að tryggja góða ferð fyrir hina látnu, margbrotin vinna þeirra sést aðeins eitt andartak og hverfur síðan til eilífðar. Þetta er kynlegur staður, þessi slippur Karons, en hann býr einnig yfir upplífgandi tærleika. Upplífgandi, en ekki beinlínis glaðlegur. Heilsteyptur, frekar, huggandi tilfinning að það sé skipan á hlutunum, traust fullvissa um djúprætta skipan sem er svo öflug að þegar ég kem að enda götunnar og sé mér á hægri hönd leiðina út úr völundarhúsinu inn í ys og þys borgarinnar, þá finnst mér sem ég geti ekki haldið áfram. En um leið veit ég að það er útilokað að vera hér áfram.8 *** Þversögnin sem felst í þessari dílemmu eða valþröng er á sinn hátt tilvistarleg kreppa innflytjandans í víðum skilningi þess orðs, því vel má velta fyrir sér hvort þeir sem nú um stundir vaxa úr grasi séu ekki í svipuðum sporum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.