Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 98
98 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð gólfinu í myrkrinu og hann sé nokkuð viss um að það sé enn ljóslaust þarna inni. Ég kalla til hans að það sé alveg sjálfsagt. Ég á ekkert vasaljós. Af einhverri ástæðu leita ég samt og róta í skúffunum svo hann heyri í mér. Að lokum tek ég kerti og eldspýtnastokk og fer niður til hans. Þetta er allt of hættulegt, segir hann. Maður á ekki að vera með kertaljós í kjallaranum. Hugsaðu um allar málningarföturnar, þær eru beinlínis elds- matur. En ef ég færi með honum niður í kjallarann og einbeitti mér eingöngu að því að halda kertinu fyrir hann, þá gæti hann leitað. Það er að segja ef ég mætti vera að. Sem betur fer man ég eftir hjólaluktunum. Ég hleyp upp, sæki þær í kápuvasann og hleyp aftur niður til hans. Hann festir aðra luktina við rúllu- kragann á peysunni sinni og heldur á hinni í hendinni. Hann fer aftur niður í kjallara, ég sest á litlu kommóðuna sem hann hafði lagt frá sér. Ég heyri að hann leitar niðri án þess að finna myndina. Hann kallar upp til mín og spyr hvort ég eigi þennan fína hægindastól sem standi úti á miðju gólfi. Ég kalla til baka að hann tilheyri lagnafyrirtækinu. Hann skilur ekki að þeir skuli láta svo góðan hægindastól rykfalla og gleymast þarna niðri. Svo spyr hann hvort hann megi nota salernið fyrst hann sé nú á annað borð kominn niður í kjallarann. Sjálfsagt, kalla ég og fer að raula fyrir munni mér. Hann kemur upp úr kjallaranum aftur og spyr hvort hann megi vera svo frakkur að biðja um að fá afnot af handlauginni í íbúðinni minni. Hann sé nú einu sinni þannig gerður að hann vilji gjarna þvo sér um hendurnar eftir að hafa verið á salerninu. Ég læt hann ganga á undan mér upp tröppurnar. Hann þvær sér vandlega um hendurnar í eldhúsinu og þurrkar þær á bux- unum sínum. Þær eru hvort sem er rennblautar, segir hann og lyftir lokinu af pottinum með ítalska réttinum. Ég spyr hvort hann vilji fá vatnsglas áður en gestirnir komi. Hann þiggur það með þökkum. Hann fer inn í stofuna og segir að það sé ótrúlegt hvað húsgögn geti breytt miklu. Þarna í horninu hafi sjónvarpið hans staðið en borðstofuborðið hafi verið á sama stað. Hann kannast við kvist í bjálkanum yfir sófanum og spyr hvort enn trekki svo mikið að hægt sé að slökkva kertaljós fyrir framan gluggann. Ég segist ekki vita það. Hann spyr hvort hann megi sýna mér það og biður mig um að sækja kertið og eldspýturnar. Hann kveikir á kertinu, heldur því fyrir framan gluggann, loginn slokknar, hann kinkar kolli. Hann drekkur vatnið í smásopum. Ergilegt með myndina, segir hann. Bróðir hans hafi gefið honum hana þegar hann varð fullveðja. Myndin er af sólfífli með ræturnar í sjónum, hann fékk hana í 21 árs afmælisgjöf. Núna sé hann 41 árs. Hvað sé ég gömul? 32 ára, segi ég. Það er nú ekki alveg satt. Meðan hann situr og rifjar upp útsýnið fer ég inn í svefnherbergi. Ég tek myndina í flýti af veggnum og sting henni undir rúmið. Svo kemur hann á eftir mér. Hann segir að rúmið hans hafi verið á sama stað en það séu heldur ekki margir möguleikar fyrir hendi. Hann spyr hvar ég hafi keypt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.