Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 8
S t e i n d ó r J . E r l i n g s s o n 8 TMM 2015 · 3 þjáning. Það er barnaleikur að kljást við sjálfsvígshugsanir og martraðir í samanburði við þessi ósköp. Nú höfðu martraðirnar brotið sér leið út í raunveruleikann, en í stað þess að vera í hlutverki fórnarlambsins var ég nú orðinn mögulegur gerandi. Ég þorði ekki að segja neinum frá þessu, ekki einu sinni geðlækninum. Ekki man ég hversu lengi ástandið varði, en allan tímann var ég hárs- breidd frá sjálfsvígi, enda var líf mitt bókstaflega samfelld martröð. Þessu fylgdi gríðarleg skömm og sektarkennd, sem hvarf ekki er löngunin gufaði upp. Ég hugsaði stöðugt: „Hvernig getur mig langað til að skaða þá tvo einstaklinga í heiminum sem ég elska mest?“ Þetta var algjörlega óskiljan- legt. Mér fannst ég að einhverju leyti hafa fyrirgert rétti mínum til þátt- töku í mannlegu samfélagi. Þetta jók enn á firringuna sem ég upplifði eftir heimkomuna frá Afríku. Sama má segja um sjálfshatrið. Sektarkenndin og skömmin hvíldu á mér eins og mara fram í júnímánuð árið 2009. Ég upplifði loks syndaaflausn þegar þennan texta bar fyrir augu mín: Emily varð heltekin af löngun til að drepa móður sína innan við viku eftir að neysla Prozac hófst. Slíkar hugsanir höfðu aldrei áður farið í gegnum huga hennar. Hún ímyndaði sér að taka stóra kokkahnífinn í eldhúsinu. Hún sá sjálfa sig læðast að grunlausri móður sinni … og stinga honum í bak hennar. Morðlöngunin var ekki hluti af neinum rökum, afsökunum eða réttlætingu. Emily var ekki reið út í móður sína. Eins og hún greindi frá: „Þetta kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum“.3 Ég grét af létti. Loksins kom skýring á hryllingnum. Upp úr miðjum tíunda áratugnum upplifði ég eina af ýmsum mögulegum aukaverkunum sem geta fylgt SSRI (og SNRI) „þunglyndislyfjum“.4 Ég upplifði sambærilegan hryll- ing aftur árið 2003. Þá tók ég m.a. „þunglyndislyfið“ Effexor, en samkvæmt heimasíðu Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) eru morðhugsanir (homicidal ideation) sjaldgæf aukaverkun lyfsins.5 Tveimur árum áður en ég gerði þessa uppgötvun hætti ég neyslu „þung- lyndis lyfja“ eftir langvinna baráttu við mjög slæmar líkamlegar aukaverk- anir sem þau orsökuðu. Það reyndist hin mesta þrautaganga enda glímdi ég í margar vikur við erfið fráhvarfseinkenni. Þar ber helst að nefna sjóntrufl- anir og stöðuga rafstraumstilfinningu um allan líkamann.6 Uppgötvunin gerði mig enn ákveðnari í að takast á við lífið án þess að nota „þunglyndis- lyf“, sem hafa verið kölluð „Nýju lyf keisarans“, eða aðrar gerðir geðlyfja.7 Á næstu mánuðum rénuðu sektarkenndin og skömmin smátt og smátt, en ég var ekki laus úr viðjum sjálfsvígshugsana. Örlagarík utanför Aldamótaárið fór ég aftur út fyrir landsteinana. Nú var stefnan sett á doktorsnám í vísindasögu við Háskólann í Manchester. Eins og 12 árum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.