Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 92
92 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð hefur stundum verið skilgreind sem skáldsaga en í bókinni er raðað saman örsögum sem sumar tengjast meðan aðrar standa alveg stakar. Smásagnasöfn Helle Helle komu út árin 1996 og 2000, fyrst Rester (Afgangar) og svo Biler og dyr (Bílar og dýr). Í smásagnasöfnunum má segja að Helle Helle slái þann tón sem síðan hefur fylgt verkum hennar. Þetta á við um sögusvið, persónur, nálgun og stíl. Umfjöllunarefni smásagnanna er iðulega samskipti fólks í parsamböndum sem oftast einkennast af einhvers konar ógöngum, vegna þess að persónurnar tala ekki saman, að minnsta kosti ekki um það sem máli skiptir. Sögurnar hverfast flestar um litla atburði en einkenni þeirra er hið ósagða sem liggur í loftinu milli persónanna. Lesandinn finnur sterkt fyrir djúpri einsemd persónanna sem í yfirgnæfandi meirihluta eru konur. Fyrsta skáldsaga Helle Helle, Hus og hjem (Hús og heimili) kom út milli smásagnasafnanna tveggja, árið 1999. Þar er parsambandið og einsemdin innan þess einnig í brennidepli. Ung kona flytur í bæinn þar sem hún ólst upp og fer að koma sér fyrir í húsi sem hún og maðurinn hennar hafa keypt. Hún er flutt inn á undan eiginmanninum en henni sækist það seint að undirbúa komu hans með því að mála og taka upp úr kössum, heimilið speglar þannig allt hið ófrágengna í sálarlífi aðalpersónunnar. Næsta bók Helle Helle Forestillingen om et ukompliceret liv med en mand (Ímyndin um einfalt líf með karlmanni) kom út árið 2002. Aftur er parsam- bandið í brennidepli og hér hverfist sagan um það þegar barnshafandi kunn- ingjakona flytur inn á par í lítilli íbúð og ógnar jafnvæginu í tíðindalitlu og gleðisnauðu lífi þeirra og sambandi. Barnabókin Min mor sidder fast på en pind (Mamma mín er föst á spýtu) kom út árið 2003. Þetta er bók með þulum þar sem höfundurinn leikur sér að tungumálinu og hljóðum þess en áhugi Helle Helle á tungumálinu kemur víða fram í sögum hennar, til dæmis í lýsingum á því hvernig persónur bera fram ákveðin orð. Frá því að barnabókin kom út hefur Helle Helle eingöngu skrifað skáldsögur fyrir fullorðna. Rødby-Puttgarden kom út árið 2005. Hér segir af lífi systra sem vinna í snyrtivöruverslun á ferjunni frá Rødby á Lálandi til Puttgarten í Þýskalandi. Brotum úr æsku þeirra í Rødby er fléttað saman við ofurnákvæmar lýsingar á afar hversdagslegum viðburðum. Yngri systirin er sögumaður og hefur flosnað upp úr háskólanámi sínu og snúið aftur til heimabæjarins þar sem eldri systir hennar útvegar henni vinnu á sínum vinnustað. Árið 2008 kom út skáldsagan Ned til hundene (Í hundana). Þar er sögumaður einmana kona, rithöfundur með ritstíflu, sem hefur yfirgefið mann sinn. Hjón á jaðri samfélagsins taka hana upp á arma sína, fyrst með því að bjóða henni gistingu en svo með því að gera hana að þátttakanda í fábreytilegum hvunndegi sínum af algeru skilyrðisleysi. Sem fyrr eru lýsingarnar á smáatriðum nákvæmar en ýmsar grundvallarupplýsingar oft af skornum skammti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.