Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 62
62 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð er persnesk kvikmyndagerðarkona sem átti vart afturkvæmt til heima- landsins nema segja skilið við starf sitt. Hún fékk vinnu hjá Lionhearts kvikmyndaverinu og var síðast þegar ég vissi orðin andlit einhverrar sjón- varpsstöðvar í Kaliforníu. H. M. Naqvi skrifaði skáldsögu um nokkur pakístönsk slam-skáld sem leituðu að nýrri sjálfsmynd eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York. Það er talsvert mikið að gerast í arabískum og austurlenskum bókmenntum um þessar mundir. Þótt höfundarnir séu eins fjölbreyttir eins og þeir eru margir má greina ákveðið andóf í verkum margra. Kannski skiljanlega. Þar sem veröldin er fjarstæðukennd og maður beitir orðunum til að tjá sig um hana er ekki skrýtið að oft sé stutt í hörkuna. Sögur Blasims eru harðar en yfir dramatíkinni ríkir látlaus deyfð sem kall- ast á við breytingarleysið og vönunina. Ég er mjög feginn að hann komst til Finnlands, fyrst rödd eins og hans er ekki liðin í átthögunum. *** Í viðtali við enska þýðandann sinn, Jonathan Wright, segist Hassan Blasim ekki vilja detta í klisjur. Hann hefur forðast þær. Hann forðast þær með því að skrifa um forna anda sem naga rússneska hermenn úr Vetrarstríðinu 1918. Hann skrifar um rotnandi höfuð í sjúkrabifreiðum sem ferðast fram og aftur brýrnar yfir Tigris og um ástríðufullan fótboltaþjálfara í hjólastól með kíki. Hann segist vel geta hugsað sér að skrifa skáldsögu um finnska skóga. Aftur dettur mér Rimbaud í hug: Skógurinn sem vildi vera fiðla. Hann segist hugsa lengi um sögurnar sínar. Tvo, þrjá mánuði áður en hann byrjar. Kannski er það þess vegna sem þær eru svona þéttar. Hann lokar hurðinni og byrjar að skrifa. Trén vaxa hratt í finnskum skógum. Sagan verður til á einum degi. Hann segir að smásagan sé vinaleg. Ekki of skáldleg eða heimspekileg. En bækur eru tákn um frið. Sá sem skrifar bækur er ekki stríði við neinn. Bækur eru sáttahönd í átt að illskunni. Og þótt Blasim sé án efa rólegri maður en margar persóna hans þá má kannski finna samhljóm milli baklandsins og þess sem verður fyrir penna hans. „Fólk sem er hrætt gerir hvað sem er fyrir þig. Ef einhver segir þér að Guð banni þetta og hitt eða að eitthvað sé rangt þá skaltu sparka í rassgatið á honum, því guð veit ekkert í sinn haus. Þetta er þeirra guð, ekki þinn guð. Þú ert þinn eigin guð og þetta er þinn dagur.“ Hann segist lesa og skrifa bækur til að skilja lífið. Hann segist alltaf hafa lesið mikið en var skammaður fyrir að eyða í þær peningum þegar hann var strákur í Írak. Í sama viðtali við Wright segir hann að allir íraskir höfundar sæki innblástur í Marquez og Kafka, höfunda sem bjuggu við um samfélags- legt umrót og tókust á við það í skáldskapnum. Svo dóu þeir. Ekki af kebab- sprengju eða baunatundri eins og í sögum Blasims. Þeir dóu á annan hátt. Allt gerist með öðrum hætti. Það er ekki sjálfgefið fyrir íraskan rithöfund sem var hrakinn að heiman og ferðaðist vesturleiðina gegnum Íran, Tyrk- land og Búlgaríu og endaði í Finnlandi að kaupa sér sokka í H&M áður en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.