Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 85
N í g e r í u b r é f f r á N e w Yo r k TMM 2015 · 3 85 fjölda annarra verðlauna, eins og t.a.m. Alþjóðlegu bókmenntaverðlaunin í Þýskalandi sem hann fékk ásamt þýðanda sínum Christine Richter-Nilsson.2 Hann hefur einnig vakið athygli nýlega fyrir deilu sína við Salman Rushdie í kjölfar Charlie Hebdo-morðanna og verðlaunaveitingar PEN til tímaritsins, þar sem þeir voru á öndverðum meiði um skilgreiningar á hatursorðræðu og málfrelsi.3 *** Ein fyrsta spurningin sem vaknar við lestur á verkum Coles og frásögnum um hann er einmitt sú hvort hægt sé að kalla hann „nígerískan“ höfund, eða þá „bandarískan“. Hann skrifar á ensku, sem er vissulega opinbert mál beggja landa, hann er af nígerísku bergi brotinn en fæddur í Bandaríkjunum og þar með væntanlega bæði nígerískur og bandarískur ríkisborgari. Raunar segir sögumaður í Every Day is for the Thief að hann sé með tvöfaldan ríkis- borgararétt og þótt sú saga sé skálduð að einhverju leyti held ég að hún sé einnig sjálfsævisöguleg.4 En hvar á höfundur með slíkan uppruna heima ef svo á að segja? Vefurinn svarar oftast með því að flokka hann sem nígerískan höfund, en hann hefur greinilega einnig talist til bandarískra höfunda eins og í tengslum við PEN verðlaunin ofangreindu. Málið einfaldast ekki við að skoða verkin; Everyday is for the Thief fjallar um ungan mann sem snýr heim til Lagos eftir fimmtán ára dvöl í Banda- ríkjunum, reynsluna af því að koma „heim“ í raun framandi land. Hann býr í New York, stundar nám í geðlækningum og á hvíta móður sem hann hefur ekkert samband við. Open City snýst hins vegar um ungan geðlækni af nígerískum uppruna að hálfu því móðir hans var þýsk. Geðlæknirinn ungi býr í New York og hefur gert lengi og hefur hann skorið á sambandið við móður sína. Báðir misstu sögumenn föður sinn ungir. Líkindi söguhetjanna eru þannig auðsæ og þótt vitanlega sé ekki sjálfsagt að fjalla um höfund beinlínis í tengslum við sögupersónurnar má segja að líkindin og mis- munurinn séu leikur við skáldskapinn. Báðar frásagnir eru fyrstu persónu frásagnir og bera augljóslega keim af höfundinum þótt skáldaðar séu. Einn athyglisverður munur á frásagnarhætti bókanna er sá að fyrri sagan er sögð í fyrstu persónu nútíðar en sú síðari þátíðar. *** Everyday is for the Thief er eins og áður sagði um nokkurs konar heimkomu, en hún er sögumanni erfið, allt frá því augnabliki er hann stendur í konsúlatinu í New York að sækja um vegabréf og honum er komið í skilning um að þótt ekki megi greiða með reiðufé fyrir þjónustuna þá sé samt séð til þess að fé komist beint til starfsmanna. Þetta eru fyrstu kynni hans af hliðar- hagkerfi fátæktarinnar í heimalandinu gamla. Og eins og svo mörgum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.