Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 9
B r é f S i g u r ð a r N o r d a l s t i l N ö n n u TMM 2016 · 2 9 uppákomum. Hér má að mestu leyti finna ást hans á Nönnu, og þetta er sá hluti hans sem knýr hann áfram eins og segl sem knýr áfram bát. Þriðji hluti hans er hið vitsmunalega yfirsjálf sem sér hlutina ofan frá. Æðsta markmið þroskans álítur Sigurður, með hliðsjón af skrifum franska húmanistans Ernest Renan, vera að þróa hið „innsta“ sjálf til að skynja heiminn á nógu háleitan hátt, að öðlast „glaðbeitta, viðkvæma, íróníska og þó umburðar- lynda tortryggni“, sem skilur til fulls og umber allt (17/8 1913). Hugsanamynstrið í þessari sjálfskoðun birtist oftar í síðari bréfum, og hún virðist liggja til grundvallar ídealískri lífsspeki hans um þetta leyti. Mikil- vægast er, að hans mati, að þroska í sífellu persónuleika sinn og stefna, að fyrirmynd Renans, að blæbrigðaríkara sálarlífi og betri dómgreind. Ást hans til Nönnu á að hjálpa honum að ná þessum markmiðum, líkt og ást hans til hennar á að hjálpa henni til hins sama. Og Nanna virðist á sömu skoðun. Að minnsta kosti er ljóst að hún er ekki bara að leita að erótísku ævintýri. Hún vill – eins og ljóst verður af bæði dagbókunum og bréfum Sigurðar – þroskast vitsmunalega með því að yfirgefa Teodor og vera með Sigurði í Kaupmannahöfn. Hún vill líka – eins og brátt kemur í ljós – læra íslensku og byrja nýtt líf sem vinnandi kona, þýðandi og kennari. Í október ferðast hún til Kaupmannahafnar og dvelur hjá honum í nokkra daga. Þegar hún snýr aftur heim fylgir Sigurður henni á lestarstöðina í Helsingborg og veifar henni í kveðjuskyni við lestina, enda hafa þau sam- mælst um að hittast aftur síðar (28/10 1913). Um kveðjustundina yrkir Sigurður prósaljóð á dönsku sem hann skrifar inn í eintak af Pétri Gaut og sendir henni til Västerås. Ljóðið hljóðar þannig: Lest sem líður burt: hönd sem veifar létt, út til nýrra ævintýra og útsýnis, birtu og frelsis! Hneigðu þig hraðar fram á hála teinana, dökka slanga! Lest sem líður burt: mynd örlaganna sjálfra, kraftur sem flytur manneskjuna mis- kunnarlaust áfram til gleði eða sorgar. Þú getur stokkið frá borði, það er frelsun dauðans, en stýrt honum – aldrei! Lest sem líður burt: tvær hendur sem veifa þunglega og fjarlægjast hvor aðra, þúsund þræðir sem eru rifnir harkalega í sundur, ískaldur járnhringur sem herpist um hjartað. Lest sem líður burt: linditré sem laufgast eða rós sem visnar, barn sem fæðist eða sól sem hnígur, elskendur sem mætast eða skilja fyrir lífstíð, gömul saga en ávallt ný.1 Þrátt fyrir næstum yfirþyrmandi ástina milli Sigurðar og Nönnu sýndi það sig fljótt að sambandið var fullt af vandamálum og ljóðið er þess vegna bæði vitnisburður um ljúfar vonir og ugg fyrir framtíðinni. Fyrsta vandamálið var að Sigurður gat ekki séð fyrir þeim báðum sem ungur fræðimaður sem ekki var búinn að koma undir sig fótunum. Um haustið, þegar Nanna ákvað að yfirgefa Teodor og leita á vit ástarinnar í Kaupmannahöfn, hafði hún fyrst hvatt eiginmann sinn til að „hugsa um hamingju sjálfs sín og til dæmis að giftast Rut, sem honum þótti svo vænt um. […] En S. þorði ekki að halda mér. Hann sendi mig til baka. Jafnvel ég sjálf skildi hversu vonlaus staðan var. En
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.