Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 10
L a r s L ö n n r o t h 10 TMM 2016 · 2 nú gerði ég þau stóru mistök að slíta ekki sambandinu við S. heldur rækta tilfinningar mínar í hans garð í stað þess að snúa aftur til T. og gera hann hamingjusaman af einlægum vilja. Það var alveg eðlilegt að hann fagnaði ekki endurkomu minni undir þessum kringumstæðum.“ (N.B. dagbók 9/3 1915). Fleiri vandamál, sem ollu þeim báðum hugarangri, gerðu að verkum að Sigurður var, þrátt fyrir sína miklu ást, ekki viss um að hann þyrði að hætta á að byggja framtíð sína með Nönnu. Hún hafði sagt honum að hún hefði áður átt í ástríðufullu kynferðissambandi utan hjónabands við annan mann, ungan lögfræðing sem vann á lögmannsstofu Teodors. Vitneskjan um þetta kom Sigurði í uppnám og gerði hann afbrýðisaman. Hann nefnir þennan hataða keppinaut sinn oft í bréfum og þótt Nanna hafi sagt honum að hún kærði sig ekki lengur um hann gengur hann ljósum logum sem svartur púki í vitund hans. Smám saman verður ljóst að hann hikar við að stofna til hjónabands með þessari átta árum eldri konu sem er reyndari en ungur elskhugi hennar (eins og hún samkvæmt Sigurði sjálfum hefur bent honum á) og á þrjú ung börn. Getur frelsisþrá hennar farið saman við hans eigin frelsisþrá og stefnu á feril sem fræði- og menntamaður? Innan skamms mun hann leggja fram doktorsritgerð sína og útgáfa hans á Orkneyingasögu er í deiglunni. Hann er auk þess þegar farinn að undirbúa stórt verk um Snorra Sturluson, verk um íslenska setningafræði og íslenska bókmenntasögu. Hann vill (segir hann í bréfi til Nönnu) stúdera Platón á grísku með vini sínum, orðabókarhöfund- inum Sigfúsi Blöndal í Kaupmannahöfn, setja sig inn í franskan klassísisma frá 17. öld, lesa Ágústínus, Tómas frá Kempis, Spinoza, Goethe, enska essay- ista. En hann vill líka ferðast um heiminn og læra meira, fyrst til Íslands, þá til Berlínar, síðan til Frakklands, Englands, Svíþjóðar og Noregs, Sviss og Ítalíu. Heldur Nanna að honum takist þetta allt? Heldur hún að hann muni breytast? Hann veit að andi hennar mun alltaf fylgja honum. Öllu þessu lýsir hann í bréfi frá 5/11 1913. En það er ljóst að hann er ekki viss um að hún geti fylgt honum í raun og veru og ekki bara í anda. Vandamálin hrannast líka upp hjá Nönnu, þetta sést bæði af bréfum hans og dagbók hennar. Hvernig á hún að geta tekið aftur upp samband við börnin sín ef hún yfirgefur þau til að hefja sambúð með Sigurði? Og hvernig á hún að sjá fyrir sér sem kennari í Kaupmannahöfn eða fylgja honum í allar þessar námsferðir sem hann undirbýr? Hún óttast að verða honum einungis fjötur um fót á þeim glæsta ferli sem hann eigi fyrir höndum. En Sigurður telur að þau geti yfirstigið erfiðleikana, ef þau eru sammála um að horfast í augu við þá og líka tilbúin til að vera aðskilin. Ég vil vita að þú getir verið án mín af og til, ef ég lifi, og alveg, ef ég dey. Þá verður ábyrgð mín léttari og þér hættir að finnast að þú standir í vegi mínum, eins og þú talar svo mikið um. Því hvers vegna ætti mér að finnast það? Hvernig gætir þú staðið í vegi mínum? Ef ég tæki að mér andlega lýjandi og slítandi embætti? Ef þú eyddir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.