Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 11
B r é f S i g u r ð a r N o r d a l s t i l N ö n n u TMM 2016 · 2 11 tíma mínum? Hið fyrrnefnda veit ég að þú myndir ekki vilja frekar en ég, og það síðarnefnda treysti ég mér til að vera maður til að ráða við. Það eina sem kæmi til greina er að ég myndi missa framkvæmdaviljann af ótta um velferð þína og ekki þora að taka áhættuna af að grípa óviss tækifæri. En þeim mun sterkari sem þú ert að takast á við vonbrigði sem gætu hlotist af, því minni ástæða er til að óttast það. (13/12 1913.) Og Nanna vill – eins og ráða má af bæði bréfunum og dagbókinni – vera sterk og nútímaleg kona. Hún vill ekki að Sigurður beri neina „brodd- borgaralega ábyrgð“ á henni (22/8 1914) þannig að hún fellst á þessa kosti. Þau verða sammála um að Nanna skilji við Teodor um vorið og giftist Sigurði í Kaupmannahöfn haustið 1914. Hann vill, skrifar hann, að hún verði móðir barnanna hans og að þau muni lifa saman þar til dauðinn aðskilur þau. Hann ætlar að vísu að ferðast til Parísar fjórum mánuðum eftir brúðkaupið en hún á að fylgja á eftir seinna og læra listasögu þar. Fjárhaginn munu þau kljúfa einhvern veginn og á endanum setjast að í Reykjavík, þótt Sigurður segi að það sé ömurlegur smábær (S.N. bréf dagsett 4/12 1913, póststimplað 5.1.1914). Skilnaðurinn gekk samkvæmt áætlun og Teodor leitaði huggunar hjá Rut, nákvæmlega eins og Nanna hafði vonast eftir, en áform um sameiginlega ferð þeirra Sigurðar til Parísar raskast þegar fyrri heimsstyrjöldin brýst út sumarið 1914. Um sumarið hafa þau líka komist að þeirri niðurstöðu að þau muni vissulega gifta sig í október en að þau skuli skilja um leið og annað þeirra óskar þess. (S.N. 24/7 1914). Þetta á að vera nútímalegt og opið hjóna- band! Nanna kemur til dönsku höfuðborgarinnar í ágústlok og þau gifta sig þar í október 1914, um sama leyti og Sigurður ver doktorsritgerð sína um Ólafs sögu helga. Það er ekki ljóst af varðveittum heimildum hvort Nanna tók þátt í doktorsveislunni. Brúðkaupið fer hvað sem öðru líður fram án mikilla hátíðahalda: Látlaus kvöldverður er haldinn á heimili Sigfúsar Blön- dals og eiginkonu hans, hins stórgáfaða femínista, Bjargar Þorláksson,2 sem er frænka Sigurðar og verður fljótt trúnaðarvinkona Nönnu. Önnur þekkt kvenréttindakona í Kaupmannahöfn verður vinkona beggja: Laufey Valdi- marsdóttir.3 Mikilvægasta heimildin um líf þeirra hjóna eftir brúðkaupið er dagbók Nönnu frá árinu 1915. Þar skrifar hún: „Í október giftum við okkur og fluttumst hingað, í þessi tvö stóru herbergi, sólarmegin á fimmtu hæð við Vesterbrogade 20. Hér höfum við síðan haft það býsna gott og fundið frið og nokkurn samhljóm í samlífi okkar.“ (9/3). Orðið „nokkurn“ [delvis] bendir þó til þess að ekki sé allt fullkomið. Hún segir einnig frá því að fyrrverandi maður hennar, Teodor, hafi gifst vinkonunni Rut, einmitt eins og hún hafði ráðgert. Það tryggir að vissu leyti að hún muni geta haldið góðu sambandi við Teodor og börnin og að vel verði hugsað um börnin. Raunar heldur Teo- dor áfram að styðja við Nönnu fjárhagslega4 sem gerir líf hennar þægilegra en ella hefði orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.