Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 17
B r é f S i g u r ð a r N o r d a l s t i l N ö n n u TMM 2016 · 2 17 (1942) – og sístækkandi fyrirlestraröðinni um Einlyndi og marglyndi, sem á að fela í sér kjarnann í nýrri lífsspeki hans. Auk þess leggur hann nú drög að smásagnasafni sem seinna mun fá titilinn Fornar ástir. Hann spyr Nönnu hvernig þroska hennar líði. Les hún Feilberg? Er hún óeigingjörn? Mánuði síðar, þann 15/2, segir hann frá því að hann sé byrjaður á „skissu“ sem hann kallar „Hel“. Þetta er smásagan langa, skrifuð í ljóðrænum prósa, sem seinna verður athyglisverðasti og nýstárlegasti hluti safnsins Fornra ásta þegar það kemur út í Reykjavík (1919). Í sama bréfi segir hann frá því að doktorsritgerð hans um Ólafs sögu helga hafi fengið mjög velviljaðan ritdóm frá norska prófessornum Magnus Olsen, en hann lítur svo á að hann hafi snúið baki við textafræðilegum rannsóknum. „Þvílíkan textafræðing hefur heimurinn ekki farið á mis við með mér!“ segir hann kaldhæðinn. Vissu- lega muni hann fá að taka við hinum ómerkilega prófessorsstól í Reykjavík um haustið en það mun verða honum til lítillar gleði ef maður tekur mark á honum sjálfum (það á maður sennilega ekki að gera). Á meðan Sigurður stúderar í Oxford og býr sig undir að snúa heim til Íslands baslar Nanna áfram við kennslu í Stokkhólmi og reynir að fá þýðingu sína á skáldsögu Kvarans, Sálin vaknar, útgefna í Svíþjóð. Vinkona hennar, Björg Þorláksson Blöndal í Kaupmannahöfn, hvetur hana í bréfi (13/5) til að sannfæra gamla skólasystur sína úr kennslukvennaskólanum, Emiliu Focelclou, um að skrifa kynningargrein um Kvaran fyrir sænskan almenning sem hún telur að geti gagnast útgáfunni. Seinna semur Nanna við Ragnar, son Einars Kvaran, um þýðinguna (21/5, 30/5). Nanna vill líka gjarnan þýða ritgerðir Sigurðar um íslenska menningu en það vill hann ekki þar sem honum finnast þær of staðbundnar og einungis ætlaðar íslenskum lesendum (12/3). Hann vill frekar skrifa aðra bók um Ísland fyrir útlendinga og hana fengi Nanna að þýða. Þann 14/6 tilkynnir hann Nönnu loks í bréfi sem hann skrifar á ensku – til að tryggja að það sleppi í gegnum ritskoðun – að hann hafi fengið skeyti frá Íslandi þar sem hann er sagður „unanimously designated professor“ í stað Björns M. Ólsen sem lét af starfi prófessors í Reykjavík. Gleði hans yfir fréttunum er vægast sagt takmörkuð. Það kann að skipta máli að laun prófessors á Íslandi á þessum tíma eru mjög lág, umtalsvert lægri en kenn- aralaun Nönnu, ef trúa má útreikningum Sigurðar seinna meir (21/5 1919). Ummæli hins nýskipaða prófessors um útnefninguna eru þessi: „I don‘t look upon this as my life destination but it may turn out to be.“ Hér reyndist hann sannarlega sannspár. Í ágúst 1918, skömmu fyrir lok fyrri heimsstyrjaldar, kom Sigurður heim til Íslands, tók við starfi prófess- ors, hélt fyrirlestrana Einlyndi og marglyndi, gaf út smásagnasafnið Fornar ástir (1919) og bókina um Snorra Sturluson (1920), varð rektor háskólans – og varð fljótlega áberandi í íslensku menningarlífi, þjóðkunnur maður. Hann hélt áfram að skrifa bréf til Nönnu næstu árin en hann gerði sitt besta til að leyna tilveru hennar fyrir nánasta umhverfi sínu og bréfaskiptunum lauk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.