Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 20
L a r s L ö n n r o t h 20 TMM 2016 · 2 honum innblástur en gerði hann líka stundum bálreiðan, músa sem hann að lokum sá sig tilneyddan til að berjast gegn. Það gerðist á þriðja áratugnum þegar Nanna var búin að þýða nokkrar bækur eftir Einar Kvaran og hafði tekist að gera hann svo þekktan í Svíþjóð að farið var að ræða um hann sem kandidat til Nóbelsverðlaunanna. En þá hafði Sigurður skipt um skoðun á Kvaran frá því að hann hvatti Nönnu til að þýða Sálin vaknar. Honum fannst þessi spíritisti og raunsæismaður ekki lengur vera góður fulltrúi heimalands síns úti í hinum stóra heimi. Í kjölfarið greip hann til sinna ráða og gagn- rýndi höfundarverk Kvarans í greinum sem líklega gerðu út um möguleika hans á Nóbelsverðlaunum, hafi þeir einhvern tíma verið fyrir hendi.6 Þess í stað átti hann seinna meir eftir að leika stórt hlutverk í atburðarás sem leiddi til þess að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin 1955. Sigurður sýndi vissulega góða dómgreind þegar hann veðjaði á Halldór Laxness sem Nóbelsverðlaunahafa og ekki Einar Kvaran. Hvað Nönnu þótti um það er sagan þögul um. Neikvæðir dómar Sigurðar um þann höfund sem hún, eftir hvatningu hans, hafði gert sitt besta til að kynna í Svíþjóð hafa þó tæplega glatt hana. En hún varðveitti trúföst minninguna um sinn íslenska eiginmann sem eitt sinn gaf henni hugrekki til að snúa baki við lífi sínu sem eiginkona lögmanns í Västerås og hefja nýtt og meira spennandi, en vissu- lega ótraustara, líf sem kennari og þýðandi íslenskra bókmennta. Heimildir Nanna Boëthius-Nordal, 1915–17. Dagbók (óprentað handrit varðveitt hjá E. Björklund, Skara). Kristinn E. Andrésson, 1949. Íslenskar nútímabókmenntir 1918–1948. Reykjavík: Mál og menn- ing. Carl-Nycop, 1970. Bära eller brista. En tidningsmans memoarer 1909–1944. Stokkhólmur: Bon- niers. Ólöf Nordal, 1949. Úr blöðum Laufeyjar Valdimarsdóttur. Reykjavík: Menningar- og minningar- sjóður kvenna. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 2001. Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson. Reykjavík: JPV útgáfa. Sigurður Nordal, 1913–26. Óprentuð bréf (handrit varðveitt hjá E. Björklund, Skara). Sigurður Nordal, 1919. Fornar ástir. Reykjavík: Þór. B. Þorláksson. Sigurður Nordal, 1920. Snorri Sturluson. Reykjavík: Þór. B. Þorláksson. Sigurður Nordal, 1942. Íslenzk menning. Reykjavík: Mál og menning. Sigurður Nordal, 1987. Ritverk. List og lífsskoðun I–III. Ritstj. Jóhannes Nordal. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Höfundur þakkar þeim sem gáfu honum dýrmætar bakgrunnsupplýsingar og aðstoðuðu við að bera kennsl á persónur sem nefndar eru í bréfunum: Dótturdóttur Nönnu Böethius, Elisabet Björklund, og sonardætrum Sigurðar Nordals, Beru og Guðrúnu Nordal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.