Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 27
A ð l í m a v e r ö l d i n a s a m a n TMM 2016 · 2 27 mamma hennar geymdi í eldhússkúffu og ætlaði að drepa mig. Ég flúði. Svona dramatík festist í minni. Svo var mitt verk á morgnana að færa Degi bróður sem svaf oft frameftir þumlungsþykka rúgbrauðssneið með smjöri. Stöku sinnum hafði verið partý hjá honum og menn úr bæjarlífinu sváfu í herberginu hans, gæjar eins og Alfreð Flóki og Elías Mar. Amma Theodóra bjó í stofunni í stærsta herberginu í íbúðinni. Þangað lá stöðugur straumur fólks, hún var eiginlega stofnun, hafði yndi af fólki og nennti að hlusta. Stundum komu fullir karlar, þeim gaf hún brennivíns- staup, sjálf drakk hún ekki. Vikulega komu þrír karlar og spiluðu við hana lomber. Það voru Gunnar Thoroddsen, Sigurður Nordal og lögfræðingur sem ég man ekki nafnið á. Sigurður klappaði mér alltaf á kollinn og sagði: Skúli litli. Ég minnti hann á föðurafa minn Skúla í framan. Eftir undirritun Natosamningsins 1949, sem Gunnar var viðriðinn, spilaði amma víst lom- berinn í þögn. Varstu snemma læs? Lastu mikið þegar þú varst barn? Hver var uppáhalds- bókin þín? Ég hef orðið læs í kringum fimm ára aldur, börn fóru í tímakennslu um þetta leyti og ég fór í tímakennslu þarna í holtinu – mig minnir að ég hafi þá kunnað að kveða að. Þessar tímakennslur voru til þess að tryggja að börn kæmust í góðan bekk í barnaskóla, ekki í tossabekkina, þá var raðað í bekki eftir lestrarkunnáttu. Ég var læs á venjulegum aldri, þegar krakkar fá áhuga á lestri. Uppáhaldsbækurnar voru Grimmsævintýrin – ég las þau endalaust – og Þúsund og ein nótt og margar barnabækur. Þá tóku unglingabækurnar við: Anna Fía eftir Evu Dam Damsen frá Danmörku, Matta Maja og bækurnar eftir Enid Blyton. Ég man að mamma las fyrir mig Dittu mannsbarn eftir Martin Andersen Nexö þegar ég var lítil og ég grét og grét og mamma vildi hætta lestri en ég vildi kveljast og bað hana um að halda áfram. Þegar ég fór til Danmerkur eftir stúdentspróf var ég hagvön í Kaupmannahöfn vegna þessara dönsku barnabóka. Ég las ekki Íslendingasögurnar fyrr en á unglingsárunum, þá fór ég að hafa gaman af understatementinu í þeim og hugarheiminum, en þegar verið var að ota þeim að mér sem krakka vildi ég ekkert með þær hafa, leiddust þessir bardagar. Ég las heilmikið í sveitinni í Skagafirði svona tíu, ellefu, tólf ára, bækur sem ekki voru til heima: Einar Kvaran, Jón Trausta og Dalalíf Guðrúnar frá Lundi. Ég fór fyrst í sveit þegar ég var átta ára, í Biskupstungur, fór að vinna í gróðurhúsum við að vökva og reita arfa. Maður var sendur í sveit, fólki fannst að börn ættu að vera úti í náttúrunni og kynnast rótunum. Það var talið óhollt að hanga í borgum yfir sumartímann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.