Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 31
A ð l í m a v e r ö l d i n a s a m a n TMM 2016 · 2 31 veit ekki hvort ég hef verið góð móðir, ég vona það. Fullorðnir hafa þeir svo mótað mig að einhverju leyti með persónuleikum sínum. Hvort þykir þér skemmtilegra að elska eða vera elskuð? Betra er að gefa en þiggja sagði Jesús forðum. En ég gef mér að þú eigir við ástarsambönd. Þá er frjórra, skemmtilegra og betra að ást manns sé endur- goldin, að eitthvað komi á móti svo úr verði eitthvað nýtt, þá á ég ekki endi- lega við afkvæmi. Ég ætla ekki spyrja þig um áhrifavalda en áttu bók/bækur sem þú grípur í, sem þú tækir með á eyðieyju? Á eyðieyju gagnast manni fátt nema handbók um sjálfsþurftir, nú eða um sniðugar sjálfsmorðsaðferðir. Bókmenntir þrífast í menningu, eru áfram- haldandi samtal. Ég á hins vegar margar bækur sem ég gríp oft í en get ekki nefnt eina, gert upp á milli þeirra í stuttu máli. *** Viltu segja mér frá skólagöngunni? Ég lagði stund á sálfræði í Danmörku eftir stúdentspróf en hætti því og fór í Kennaraháskólann, kláraði kennarapróf og fór að kenna. Eftir að ég hafði kennt lengi og bjó með mörgu fólki og meðal annarra Megasi, ætlaði hann að taka próf inn í Myndlista- og handíðaskólann og ég segi þá við hann: Ég verð samferða þér í prófið. Við vönduðum okkur eins og við gátum og teiknuðum okkur inn í Mynd og hand. Þá var ég komin yfir þrítugt og nam þar í fjögur ár. Hefur myndlistarnámið áhrif á ritstörfin? Leggurðu stund á myndlist? Myndlistarnámið þroskaði mig og mótaði. Ég hélt tvær myndlistar- sýningar á yngri árum og þó að ég hafi svikið myndlistina hefur hún aldrei svikið mig alveg. Ég vinn ekki við myndlist en ýmislegt sjónrænt dettur mér enn í hug og bý sumt til. Það er mjög fróðlegt að fara á myndlistarsýningar, bæði góðar og vondar, þær segja mér margt um samfélagið. Eru myndlistarsýningar svona mælistikur á samfélagið? Já, eins og allar listir, á samfélagið og manninn sem í því býr. Lista- maðurinn er svo flæktur í viðfangsefni sitt að hann skynjar stundum ekki þær menningarlegu viðbætur sem hann hleður inn á myndir sínar. Meira að segja landslagsmynd er í eðli sínu tískuteiknun og segir gjarnan meira um tímana og menninguna en náttúruna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.