Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 34
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 34 TMM 2016 · 2 Hvað gerir þig glaða? Góð tíðindi. Og svo er gaman þegar maður nær einbeitingu. Hvað gerir þig dapra? Margt. Slæm tíðindi. Leiðinlegt að rekja upp. Af hvernig hljóðum hrífstu? Ég á kínverska vindhörpu úr bambus sem hangir í álminum úti í garði og ég hef verið úti í garði undanfarið og mikið þykir mér gott að heyra hana slást saman. En auðvitað ætti ég að segja klarinett – eins og Eggert lék á þegar við kynntumst. Hvaða hljóð þolirðu ekki? Þegar flugvélarnar fljúga hér yfir, venst því seint. Þegar ég bjó við Miklu- braut reyndi ég að breyta umferðarniðnum í jökulfljót en mér tekst ekki að breyta flugvélaniðnum í neitt bærilegt. Við hvaða annað starf myndirðu kjósa að vinna? Ég hef aldrei unnið við ritstörf svo nokkru nemi en ég hef unnið við kennslu og umönnun barna, líka við menningardeild útvarps og í mennta- málaráðuneytinu. Kannski gæti ég hugsað mér að vakna til skepnuhirðinga. Og alls ekki vilja vinna við? Gallinn við kennsluna er að maður er undir smásjá. Ég var aldrei í vand- ræðum með börnin en þetta er opinber staða og ég kann illa við starf sem felur í sér frelsisskerðingu. Ég fór að annast veik börn því mér hugnast ekki að vera embættismaður því þá verð ég að vera eins og aðrir vilja að ég sé. Eins og maðurinn í gráu jakkafötunum í Aukaverkunum. Ég vann í nokkur ár í menntamálaráðuneytinu í námskrárvinnu og fékk útlenskar skýrslur um úttekt á menntamálum á Íslandi og las stundum setningar eftir mig sjálfa og uppgötvaði að þetta voru auðvitað sömu upp- lýsingar og við höfðum sent þeim. Það er svo margt sem fer bara í hringi. Þetta á við sumar ráðstefnur sem sama fólkið situr. Þekkingin gengur í hringi og bítur í skottið á sér. Ég vil sem sagt ekki vera embættismaður. Hvað meturðu mest í fari manneskju? Einhvern tímann hefði ég sagt að gáfur og hæfileikar fönguðu athygli mína og auðvitað gerist það oft en eftir því sem árin líða kann ég best við gamaldags kærleika, að fólk sé þokkalega heiðarlegar manneskjur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.