Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 36
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 36 TMM 2016 · 2 Þær eru nú ekki ónýtar blásólirnar þarna í garðinum mínum, ættaðar frá Himalajafjöllum, frænkur valmúans. En kannski er uppáhaldsblómið bara dýragras eða bláin – bláin er fallegasta blóm sem ég hef séð, af Maríu- vandarætt og vex í íslenskum móum, mjög sjaldgæf, skær indígóblá á lit, algjört æði. Uppáhaldsfugl? Verð ég ekki segja lóan? Krumminn er nú líka ansi dramatískur. Eða tjaldurinn sem ætlaði að nauðga mér í sumarbústað. Eina nóttina var kofinn mikið laminn að utan, ég var ein, það var í apríl. Gesturinn bankar of frekju- lega, hugsaði ég og opnaði ekki. Næstu nótt endurtók þetta sig og þriðju nóttina, alltaf á sama tíma. Þá fer ég fram titrandi af hræðslu. Tjaldur er ansi stór fugl, hann stendur á veröndinni og djöflast á rúðunni. Ég horfi í eineygt augnaráðið, loks skynjar hann mig og fattar blekkinguna. Sennilega var hann stakur og ástfanginn af spegilmynd sinni í gluggarúðunni. Starrinn er líka glúrinn, af krákuætt, kemur hvert vor og klippir fyrstu knúppana af valmúabreiðunni, mjög frekur í þá, svo kemur hann ekki aftur, sækir aðeins í fyrstu knúppana. Mig grunar að þar finni hann morfín. Megas sagði: Já, þetta er agressív tegund, hún þarf að sækja sér stöff til að mýkja sig fyrir hreiðurgerðina. En fátt toppar tregafullan söng lóunnar og heldur ekki örvæntingarfullt ópið þegar hún blekkir mann í burtu frá hreiðrinu. Mahler hefur alltaf minnt mig á lóusöng. Áttu þér listrænt manifestó? Nei. Hlustarðu á tónlist þegar þú skrifar? Nei, hef aldrei gert. Hver er uppáhaldstónlistin þín? Hvers konar? Öll góð tónlist, sama af hvaða ætt. Ég er gift tónlistarmanni, kamófler- uðum sem leikara, hann hlustar mikið á tónlist og ég hlusta á það sem hann hlustar á – hef átt því láni að fagna að hann velur ofan í mig ógurlega góða tónlist, handpikkar þetta: góða söngvara, tónlistarmenn og hefur fyrir því að leita. Ég er í lúxusaðstöðu sem ég nýt. En ég get aldrei alveg vanið mig af því að hlusta stökum sinnum á Bach, hann lagfærir hjartsláttinn í mér. Áttu rauðan kjól? Já. ***
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.